Akranes - 01.04.1958, Side 29

Akranes - 01.04.1958, Side 29
ins við þá, sem umkomulitlir eru og minni máttar en fyrst og síðast út af lyginni og hræsninni, sem höfundurinn telur sýni- lega eitthvert sterkasta valdið í mannfé- laginu. Sérstaklega er það hræsnin í sið- ferðismálum og trúarefnum, sem þar er ráðizt á. Þuríður á Borg fordæmir vægð- arlaust ást þeirra Jóns sonar síns og önnu, í nafni kristilegs siðgæðis, en hefur sjálf leynileg ástamök við ráðsmann sinn. Séra Eggert talar i hjcnavígsluræðu sinni um æskuástina, sem hjónaefnin hafi borið livort til annars frá blautu barnsbeini, og þó veit hann og allir sem við eru, að brúð- guminn er neyddur í hjónabandið og hef- ur aldrei haft ást á brúðiimi, en var heit- hundinn bamsfaðir annarar konu. En út yfir tekur, þegar hann er að halda likræð- una yfir önnu og talar þar um hinn kristi- lega kærleika Þuríðar á Borg, sem liafi fylgt önnu út yfir gröf og dauða — vit- andi, að það var einmitt kærleiksleysi og harðúð Þuriðar, sem olli dauða hennar. — I þessum sögum leynir stefnuskráin sér ekki, þótt hvergi sé hún sett fram sem slík, sú stefnuskrá, að bregða Ijósi yfir hið illa og ljóta í lífinu, svo að allir geti séð hvað það er illt og andstyggilegt. Til þess eru vítin, að varast þau. En almenningur skyldi ekki, hvar fisk- ur lá undir steini. Af því að siðferðislegri spillingu var lýst í sögunni, töldu margir líklegt að höfundarnir mundu vera spillt- ir sjálfir, og enn óvinsælli urðu sögurnar fyrir það, að þetta spillta fólk er þær sögðu frá, voru úr þeim flokki manna, sem al- menningur var vanur að telja í betri röð. Og af þvi að ráðizt var á trúmálahræsn- ina, héldu margir að höfundarnir væru trúlausir menn, og mundi því lítið mark takandi á orðum þeirra. Hugsunarhátt- urinn i trúarefnum hefur afar mikið breytzt 30 árin síðustu. Ég vil raunar alls ekki halda því fram að menn hafi al- mennt verið miklu trúaðri þá en nú, um slíkt verður ekkert vitað með vissu, en hitt er vist, að menn vildu sýnast það, því að umburðarlyndið í trúarefnum var svo miklu minna þá en nú er. Og ég tel víst að einmitt hreyfingin, sem Verðandi- mennirnir komu af stað, hafi átt ekki svo lítinn þátt í því að auka umburðarlyndið og eyða trúmálahræsninni, sem nú er svo gjörsamlega horfin, að það er vafasamt hvort sumir gjöra isér ekki nú upp enn meiri léttúð í trúarefnum en þeim er beint eðlileg, af því að þeir halda að það sé fínna. En því miður hafa Verðandimenn- irnir ek.ki gengið af hræsninni dauðri fyr- ir því; hún hefur aðeins snúið sér að öðr- um sviðum, sem nú á dögum borgar sig betur að hræsna á, og verður líklega því miður lengi enn drjúg til yfirráða hér sem annars staðar. Kaflann úr Brandi skildi almenningur ekki, sem varla var von; það er strembn- ari andleg fæða en svo, að bjóðandi sé alþýðu. Á frumsömdu sögunum hneiksl- uðust menn, sem áður er sagt. En eftir- tekt vöktu þær. Þriðja sagan í ritinu, smásaga eftir Alexander Kjelland, er Bertel Þorleifs- son þýddi, vakti litla athygli, enda var hún ekki heppilega valin og lítt skiljanleg þeim, sem hvergi þekkja til nema hér á landi. Það eina í ritinu, sem lokið var á lofsorði heldur en hitt voru nokkur kvæði eftir Hannes Hafstein, enda voru þau annars vegar ekki svo þrungin ádeilu sem sögurnar, hins vegar svo prýðisvel kveðin, að flestum hefði sennilega þótt þau gull- falleg, ef þau hefðu verið eftir eitthvert af gömlu skáldunum, og einkum ef þau hefðu ekki verið í svona óvinsælum fé- lagsskap. Nú var fremur litill rómur að þeim gjörður; menn voru orðnir úrillir af sögulestriniun þegar að þeim kom. Einna bezt féllst mörgum á Skarphéðinn í brenn- AKRANES 07

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.