Akranes - 01.04.1958, Page 32

Akranes - 01.04.1958, Page 32
leyti til Vesturheims — og rúmu ári eftir að Heimdallur hætti að koma út lauk Hannes Hafstein prófi og fór heim til Is- lands, og eftir það hafði hann ritstörfin í enn meiri hjáverkum en áður. Verðandimenn vildu opna útsýni og hleypa inn nýjum, andlegum straumum. Hug þjóðarinnar, sem mest hafði boinzt að fornöldinni vildu þeir beina að nútíð- inni og fá landa sina til að gefa þeim við- fangsefnum gaum, er efst voru á baugi hjá öðrum menningarþjóðum. Þeir vildu vekja menn til að hugsa og venja menn af að trúa í blindni á menn eða kenning- ar, þólt studdar væru af vana og hefð. Frelsinu unnu þeir, einkum andlega frels- inu, sáu sem er, að enginn verður frjáls, þótt öll ytri bönd séu leyst, ef vaninn og hugsunarleysið bindur hann á klafa. Þjóðernið lögðu þeir ekki jafnmikla rækt við og margir aðrir fyr og síðar, enda leit hreyfing sú, er þeir voru boðber- ar fyrir fremur smáum augum á þjóðem- ið fyrst framan af, og hér á landi var auk þess eðlilegt, að nokkurt afturkast kæmi einmitt er hér var komið eftir þjóð- ernisvakninguna á dögum Jóns Sigurðs- sonar. Einkennilegt er það, að enginn Verðandimanna hefur tekið sér yrkisefni úr sögu vorri nema Hannes Hafstein í kvæði þvi, sem áður er nefnt, því að eitt eða tvö söguleg kvæði eftir Gest Pálsson eru ekki teljandi í þessu sambandi, því að þau eru ort áður en hann komst verulega í kynni við nýju stefnuna, og eru líka mjög lítils virði. Og einn Verðandi manna, Einar Hiörleifsson, sem annars hefur á seinni árum gjört sér mikið far um að sýnast þjóðlegur, hefur haldið þvi fram ekki alls fyrir löngu, að islenzka kven- fólkið ætti sem fyrst að leggja niður bún- ing sinn og taka upp útlendan kvenbún- ing og að konur ættu að hætta að kalla sig dætur feðra sinna en kenna sig við feður sína eða inenn á sama hátt og tiðk- ast annars staðar. Margt er orðið breytt siðan Verðandi- merrn komu fram. Tveir þeirra eru fyrir 20 árum kominn undir græna torfu og þeir tveir sem enn lifa, oi'ðnir sárbeitt- ustu mótstöðumenn. Hvorugur þeirra hcf- ur verið afkastamikill rithöfundur, þegar frá er talin blaðamennska Einars, sem ekki verður til bókmennta talin. Og i söguskáldskap sinum verður ekki bctur séð en að Einar hafi smám saman viljandi eða óviljandi horfið lengra og lengra af þeirri braut sem þeir félagar lögðu út á í upphafi; fæstar persónurnar í hinum seinni sögum hans kannast lesandinn við úr lifinu, og fyrir þá sök hitta aðfinnsi- ur hans og ádeilur oft ekki þá eða það, sem þeim er ætlað. En hvað sem þessu hður hafa Verðandimenn haft mikil áhrif á skáldskap og andlegt lif nútíðarinnar hér á landi, miklu meiri en ætla mætti, ekki meira en eftir þá liggur að vöxtun- um. Öll íslenzk skáld, sem mark er að og byrjað hafa að rita eftir að þeir lyftu merkinu, hafa lært af þeim beinlínis eða óbeinlínis, ekki sízt sá þeirra sem afkasta- mestur er og að því er margir telja, list- fengastur íslenzkra söguskálda er nú lifa, Jón Trausti. Hjá honum hafa áhrifin frá Verðandimönnum runnið saman við á- hrifin frá hinni þjóðlegu stefnu, sem allt- af hefur vakað jafnframt hinni og náð nýjum þroska á seinni árum; hann þekk- ir íslenzka alþýðu betur en nokkur Verð- andimannanna og á því enn hægra en jafnvel þeir sjálfir áttu með að fullnægja því boðorði þeirra, aÖ lýsa lífi hennar eins og það er. Það hlýlur að liggja t augum uppi, að ómögu- legt cr að gefa vissar reglur fyrir því, hversu yrkja skuli, eða kertna mönnum að verða skáld. — Ben. Gröndal. 100 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.