Akranes - 01.04.1958, Page 49

Akranes - 01.04.1958, Page 49
ÖL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akraness 61. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 5. kafli. — 1901—1925. — Vorhugur og vélaöld gengur í garð. Leiðrétting: 1 sambandi við Albertshús í 4. hefti XV. úrg. 1956, bls. 132, þar sem rakin er ætt systkinanna frá Þverlæk hafa tveir liðir fallið niður. Þannig mun Jietta rétt vera: 1. Þorleifur bóndi á Þverlæk, f. 1864. 2. Oddur bóndi á Hvammi i Holtum, f. 1817. 3. Guðmundur bóndi i Gislholti, Holtum, f. 1788. 4. Oddur bóndi, Fossi á Rangárvöllum, f. 1737. 5. Guðmundur bóndi á Steinkrossi í Rangár- vallasýslu, f. 1712. 6. Hallvarður bóndi á Heiði i Rangárvallasýslu, f. 1683. 7. Teitur bóndi á Lambalæk i Fljótslilið, f. 1641. 8. Arnór. Eyjólfur, faðir Kristínar i Hvammi, mun liafa búið á Neistaslöðum i Flóa. Sonur hans var Sim- on, sem lengi bjó í Hallstúni i Holtum, og á marga afkomendur viðsvegar — einkum í Reykja- vík. Styrgerður, móðir Friðgerðar á Þverlæk, var dóttir Gunnars bónda í Moldartungu, (Meiri- Tunga er yngra nafn á sömu jörð) Sæmundsson- ar i Sleif i Landeyjum, Rjömssonar i Stampi á Landi, Magnússonar i Árbæ á Landi, Jónssonar. Miiðir Styrgerðar og kona Gunnars, var Anna Þorsteinsdóttir, bónda á Rjólu i Holtum, Vigfús- sonar, lögréttumanns á Leiðólfsstöðum við Stokks- eyri, Nikulássonar, silfursmiðs á Ásgautsstöðum, Jónssonar. Kona Þorsteins á Bjólu, og móðir önnu. var Styrgerður Jónsdóttir, hreppstjóra á Brekkum i Holtum, Filippussonar, prests i Kálfholti, Gunn- arssonar lögréttumanns i Bolholti á Rangárvöll- um, Filippussonar. Sira Filippus þessi var á yfirreið með Jóni biskupi Vídalín. Harboe telur hann ólærðan mann, en hann var talinn listaskrifari. Murgar þjóðir munu telja aldamót á- fangastað á brautinni. Þar beri að 'Staldra við, líta yfir farinn veg, en horfa jafn- framt fram, í vonarbjarma hinnar nýju aldar. 19. öldin var Islendingum mikil voröld þótt á stundum mæddi á þeim nokkur vorhret. Þessi öld ól marga ghrsi- lega sonu, sem ekki aðeins stóðu vörð um það sem var, heldur sóttu fram og unnu stóra sigra til alhliða viðreisnar, efna- hagslega, menningarlega og stjómarfars- lega. Árið 1874 var haldin 1000 ára minn- ingarhátið um búsetu i landinu. Sú hátíð varð þjóðinni hamingjurík, því að hún blés verulega að glæðum ættjarðarástar. Menn stigu bókstaflega á stokk um að duga nú eða deyja ella, og að nota nú siðasta sprettinn á öldinni til þess að sajkja fram til stórra sigra. Akurnesingar voru engir utangátta- menn að þvi er snerti þau sjónarmið, er hér hefur aðeins verið drepið á. Þeir héldu hér myndarlega þúsund ára hátíð, þar sem þeir stigu beinlinis á stokk. Upp úr því fóru þeir að gera út þiLskip, þrátt fyrir mjög örðug skilyrði. 1 byggingum var tekið stórt skref fram á við. Þeir sóttu sjóinn fast heima og heiman, og það gætti vissulega meiri bjartsýni en áður, og félagshyggja jókst og hafði gagnger áhrif til framfara margvislega. Síðasti spölur aldarinnar hafði þvi ekki dregið úr mönnum kjark, heldur þvert á móti gert þá bjartsýna. Þótt alll væri þá enn smátt, og menn fátækir og hefðu úr litlu að spila miðað við ]rað, sem nú ger- ist. Voru menn almennt ámegðir með lif- ið, og bjartsýnir á enn betri tima með nýrri öld. 1 17 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.