Akranes - 01.04.1958, Síða 50

Akranes - 01.04.1958, Síða 50
Fólkið var mjög sparsamt og það var vinnusamt. Það forðaðist yfirleitt eins og lieitan eld að skulda, svo að ekki væri við- ráðanlegt. Hér virtist vera mjög rik löng- un búandi fólks að eignast þak yfir höf- uðið, en menn byggðu ekki stórt. Þeir vildu heldur stækka og borðhækka síðar. Á því timabili, sem þessi kafli kemur til að ná yfir, 1901—1925, munu hafa verið byggð 82 hús. Enginn torfbair, aðallega timburhús og nokkur steinhús. Flest eru húsin lítil, fá stór, en nokkur sæmilega myndarleg eftir ]ivi sem þá gerðist. Þennan kafla í byggingar- og þróunar- sögu Akraness nefni ég: „Vorhugur og vélaöld gengur í garÖ“. Þetta má vel til sanns vegar færa, því að i mörgu lýsir sér vorhugur á þessu tímabili, sérstaklega lijá hinum yngri mönnum. Á þvi verður ekki bylting, heldur hæg þróun, og á vélbátaöldin sinn mikla þátt í þeim fram- förum, sem hún leiddi af sér. Þegar litið er til félagsmálanna, heldur Góðtemplara- reglan velli. Æfingafélagið hefur lagzt niður, en þess í stað er komið Bárufélag og fiskifélagsdeild og hin volduga hreyfing unga fólksins, Ungmennafélagshreyfiugin, sem fer sigrandi um landið, voldug og sterk. öll þessi félög höfðu miklu hlut- verki að gegna og áttu veigamikinn þátt í ýmsum umbótum og menningarlegum framförum. Að þessum stutta formála loknum skal svo haldið áfram við byggingarsöguna. Laufás. Þetta lilla, snotra hús er byggt 1901. Það gerði Jón Guðmundsson skósmiðu., sem áður hafði búið á Smiðjuvöllum, og er þar siðast árið 1900. Jón nefnir hið nýja hús fyrst Brunnastaði, en strax næsta ár, 1902 fær það í kirkjubókinni nafnið Laufás. Á Jón er dálitið minnzt i 5. thl. I. árg. og í 3.—4. tbl. 1949. 118 í virðingargerð 30. sept. 1901 er sagt að húsið sé 9X7 álnir að utanmáli, og oð undir ])ví sé kjallari, „með steingólfi, all- ur sementeraður“. Að inngangsskúr sé við vesturgafl, og svo er enn. Eldhús, kamers og stofa niðri. Þar er og sagt, að loftinu sé skipt í tvennt, og að þar sé búið. 1 suðurendanum var sofið, en í vesturend- anum var skósmiðaverkstæðið. „öll grind- in og borðklæðningur er af fornum vel þurrum við og svo allt húsið klætt utan með tjörupappa, en einungis þakið með bárujárni. Allt er húsið innan málað, að- allega ljósbláum lit. Húsið er snoturt, haganlega fyrirkomið og góður frágang- ur á allri smiðinni. Lóðin er 400 ferfaðm- ar, keypt á seinastliðnu vori fyrir 200 kr. Er öll girt með óvönduðum trégirðing- um. I sumar gaf hún af sér (þ. e. lóðin) 8 lunnur af kartöflum og 3 hesta af töðu“. Idúsið meta þeir svo á kr. 1225,00, en lóðina á 200 kr. Fljótlega setti Jón járn á allt húsið. Við norðurlilið þess byggði hann og stór- aii skúr, sem notaður var til geymslu, fyrir hey og fyrir skepnur. Það finnst mér næsta einkennilegt i virðingargerðinni, þar sem sagl er, að lóðin sé girt með „óvönduðum trégirðing- um“. Hefur það varla verið lengi hjá slíkum snyrtimanni sem Jón var, og ég man ekki eftir því. Náttúrlega var girð- ingin aldrei úr fínum, hefluðum viði og ekki máluð, en hún var alltaf snotur, og svo vel við haldið, að ef strengur eða spýta bilaði, var á sömu stund búið að lagfæra það. Eins og hér mátti sjá, er sagt að húsið sé byggt úr rornum þurrum viði. Það var sem sé byggt upp úr öðrum enda verzl- unarhúss Þórðar Guðmundssonar á Há- teig (þess er fórst í Hoffmannsveðrinu i janúar 1884). Þegar síra t>orvaldur Böðv- arsson flutti frá Bakka að Halldórshúsi AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.