Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 63
presta og lækna?« Dmræðurnar urðu langar og
rnargir tóku þátt í þeim, en Susan Anthony var harla
óánægð með skýringar þœr, sem komið var fram
með, fanst enginn ræðumanna hitta einu réttu skýr-
inguna. Hún stóð þá upp og ávarpaði forseta eins
°g aðrir, sem báðu sér hljóðs. Fundarmenn gláptu
undrandi á hana sem steinilosnir og sýnilegt fát kom
ú forsetann. »Hvers óskar þessi kona?« spurði for-
seti. »Ég óska að tala um mál það, sem hér er verið
nð ræða«, svaraði Susan Anthony án þess að láta
ueitt funi á sér sjá eða feimni. Forselinn var auð-
sjáanlega í standandi vandræðurn, en vildi ýta þeim
ní sér: »Hvað segir fundurinn um þctta?« mælti
hann. Um allan salinn varð hark og háreysti. Éað
leyndi sér ekki, að menn voru sundurmála umhvort
leyfið skj'ldi gefið eða ekki. Eftir að þráttað hafði
Verið um það all-langa stund var ákveðið að láta at-
kvæðagreiðslu skera úr og var það nú samþykt með
htlum atkvæðamun, að hún skyldi njóta málfrelsis.
En Susan Anthony hafði ekki sezt niður afturfráþví
hún stóð upp fyrst, þvi hún vildi sýna þingheimi
hver alvara sér væri með bciðni sína. Á íundinum
v°ru um 1000 konur — en til allrar hamingju fyrir
^usan Anthony höfðu þær ekki atkvæðisrétt á fund-
inum, annars er talið víst, að henni hefði verið
sJ'njað málfrelsis. En nú tók hún til máls og sagði:
»f*að litur út fyrir, að þér, lierrar mínir, séuð í
vandræðum með að finna ástæðuna til vanmeta þeirra,
sem þér eigið við að búa eða kennarastéttin yfir
höfuð. En getið þér þá ekki séð jafn auðsæan hlut
°S þann, að meðan þjóðfélagið dæmir konuna óhæfa
með öllu til að vera dómara, prest eða lækni, en
®hur á móti hæfa til að vera kennara, þá játar hver
karlmaður, sem kennari gerist, að liann hafi eigi
meira en kvenmannsvit og kvenmannshæfileika. Petla
ástæðan til vanmeta kennarastarfsins. Kennara-
aunin eru auðvitað svo lág sem þau eru at því að
(49)