Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 106
Kaupslaðalóðir.
Eptir skýrslum sem skattanefndin hafði i vor
(1908) og eptir áætlunarmati hennar, ættu lóðir í 1
stærstu kaupstöðum landsins að vera pannig:
□ al. Byggð Óbyggð Verð kr.
Reykjavík................. 292.000 1.227.460 1.520.000
ísafjörður................. 46.750 225.570 48.900
Akureyri................... 65.860 1.426.540 174.600
Seyðisfjörður.............. 51.470 161.770 41.900
Ef mat þetta væri nálægt rjettu lagi, pá ættu lóð-
irnar í nefndum 4 kaupstöðum að vera 1.785.400 kr.
virði. Fyrir 10 árum mundi paö hafa pótt fjærri öll-
um sanni, að svo litlir 4 hlettir af landinu væru allt
að 2 mill. kr. virði. Fá eru árin liðin síðan lóðir í
Reykjavík voru gefnar burt, sem pær væru einskis
virði, til hvers sem piggja vildi. En pessi mikla
verðhækkun á fáum árum er ágæt, sje hún vottur
pess, að landsmenn sjeu nú farnir að treysla á landið
og meta rjett verðmæti pess.
Smjör var flutt frá íslandi árið 1905 fyrir 193,270
kr., en til landsins var flutt sama ár smjörlíki fyrir
160,770 kr., er pá að eins 32,500 kr. sem landið hefur
gjört meira en fæða íbúa sína með feitmeti.
Hænsnaegg voru sama ár flutt til landsins
fjrrir 2930 kr., og ætti pað að vera óparfi að eyða
peningum til pcss, pví liænsnarækt er svo fyrirhafn-
arlitil, að landsmenn ættu að geta flutt út úr landinu
talsvert af eggjum sjer til hagnaðar.
Svo telst tii, að innfluttar vörur til landsins haíi 190o
kostað 14,767,000 kr., en útfluttar vörur hafi ekki verið
meiri en fyrir 12,104,000 kr. Nokkuð er sent með á-
vísunum frá bönkunum til útlanda, en ekki nálægt
pví, sem gjalda mismunurinn er, og hvar lendir svo
afgangurinn? Skuldir landsmanna vaxa!
(92)