Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Page 23
Mars er í sporðdrekamerkinu við upphaf ársins og reikar austur á bóginn
um höggormshaldarann, bogmannsmerkið, steingeitarmerkið, vatnsberamerkið,
fiskamerkið, hrútsmerkið og inn í nautsmerkið, snýr þar við 28. október og er
enn í nautsmerki við árslok. (Sjá ennfr. eftirfarandi töblu).
Júpíter er við upphaf ársins í tvíburamerkínu og reikar vestur á við, en
snýr við þ. 12. marz og reikar nú austur eftir um krabbamerkið og inn í ljóns-
merkið, en snyr þar aftur við þ. 14. dezember og heldur vestur á leið til árs-
loka. Hann er enn í Ijónsmerkinu við árslokin* (Sjá ennfr. eftirfarandi töblu).
Satúrnus er í ársbyrjun í nautsmerkinu og reikar fyrst vestur eftir, en
snýr austur á leið þ. 6. febrúar. Hann snýr aftur á vesturleið þ. 9. október.
Við árslok er hann enn í nautsmerkinu. (Sjá ennfr. eftirfarandi töblu).
Úranus sést næstum aldiei með berum augum. Allt þetta ár heldur hann
sig í nautsmerkinu. Hann er gegnt sólu þ. 29. nóvember og er þá um lágnættið
í hásuðri frá Reykjavík 47° yfir sjóndeildarhringinn.
Neptúnus og Plútó sjást ekki með berum augum. Neptúnus er allt árið
í meyjarmerki og verður gegnt sólu þ. 22. marz og er þá í hásuðri frá Reykja-
vík um lágnættið 27° yfir láréttan sjóndeildarhring.
TABLA,
er sýnir, hvenær á sólarhringnum pláneturnar Mars, Júpfter og
Satúrnus eru í hásuðri frá Reykjavík við sérhver mánaðamót.
1943 Mars Júpíter Satúrnus
Klt. m. Klt. m. Klt. m.
1. janúar 10 28 1 22 22 06
1. febrúar 10 03 22 58 19 59
1. marz 9 41 20 59 18 11
1. apríl 9 15 19 00 16 18
1. maí 8 45 17 15 14 33
1. júní 8 08 15 35 12 48
1. júlí 7 30 14 02 11 06
1. ágúst 6 49 12 29 9 19
1. september 6 01 10 54 7 29
1. október 4 57 9 19 5 37
1. nóvember 3 15 7 36 3 33
1. dezember 0 44 5 48 1 27
31. dezember 22 02 3 49 23 15
(21)