Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Qupperneq 31
athyglina óskipta við verk sitt, þar sem hann glímir
við hinn viðkvæma vef og ósýnilega símaþræði, er
tengja stöð við stöð í heilanum. Allan þann tíma fær
læknirinn og aðstoðarfólk hans ekkert að borða, en
hann getur svalað þorstanum með því að drekka
gegnum glerpípu, sem stungið er upp í hann, því að
liann má eigi snerta á neinu, nema dauðlireinsuð-
um verkfærum sínum.
Við skiílum bregða okkur í huganum inn i skurð-
stofu og' kynna okkur í stórum dráttum vinnubrögðin
við heilaskurð með þeirri tækni, sem Cushing á
mestan þátt í.
Læknirinn liefur fyrir framan sig' sjúkdómssögu
sjúklingsins, sem nú á að fara á skurðarborðið. Gerð-
ar hafa verið ýmsar rannsóknir, sem sýna, ásamt
gangi sjúkdómsins, að um heilaæxli er að ræða. En
hvar er það i heilanum? Er það illkynjað eða góð-
kynjað? Þessum spurningum verður að fá svarað.
Sjúklingnum er ekið inn í skurðstofuna. Svæfing-
arlyfi hefur verið dælt í endaþarminn, og' sjúkling-
urinn er sofnaður og mun sofa í nokkrar klukku-
stundir. Höfuð hans hefur verið rakað. Læknirinn og
aðstoðarfólk hans er í dauðhreinsuðum fötum og hef-
ur sótthreinsaða glófa á höndunum. Hörundið á höfði
sjúklingsins er sótthreinsað. Læknirinn tekur nú raf-
magnsbor og borar tvö smágöt á kúpuna, ofarlega á
hnakka sjúklingsins, sitt livorum megin. Tekur hann
síðan granna pípu og stingur henni þar inn og hag-
ræðir henni, unz út rennur tær vökvi. Er það vökvi
sá, er fyllir öll liolrúm heilans, fjögur að tölu, en
baðar auk þess yfirborð heila og mænu. Við þessa
tæmingu lækkar þrýstingurinn í heilabúinu, en hann
er jafnan mjög aukinn, þegar um heilaæxli er að
ræða.
Nú eru teknar röntgenmyndir af liöfði sjúklings-
ins, en áður var dælt lofti inn í heilahólfin, um pip-
(29)
2;