Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Page 39
sem ígerðum, heimakomu,
blóðeitrun, barnsfararsólt
og skarlatssótt, eða auka-
kvillum í sambandi við
hana.
Hér var því um mikil-
vægt verkefni að ræða.
Domagk fékk til aðstoðar
tvo efnafræðinga, Fritz
Mietzsch og Joscph Ivlarer.
Þeir tengdu fjöida efna,
ýmissa tegunda, meöal
annars gerðu þeir ýmis
litasambönd, en Domagk
prófaði þau jafnóðum á
sýklunum, ýmist í tilraunaglösum eða með dýratil-
raunum. Svo kom að lokum, að Domagk var ánægður,
og um j'ólin 1932 sóttu Mietzsch og Klarer um einka-
leyfi á nýju efnasambandi.
Nú líða tvö ár. í febrúar 1935 komu samtímis að
kalla skýrslur frá fimm kunnum sjúkrahúsum í
Þýzkalandi um áhrif hins nýja lyfs á heimakomu,
blóðeitrun, barnsfararsótt og fleira. Jafnl'ramt birti
Domagk grein, þar sem hann skýrði frá niðurstöð-
um tilrauna sinna. Hið nýja lyf hefði engin áhrif
á sýkla i tilraunaglösum, en það hefði öflug áhrif,
væri það gefið sýktum dýrum. Tuttugu og sex mús-
um hefði verið gefinn banvænn skammtur af keðju-
sýklum. Tólf þeirra fengu hið nýja lyf. Þær lifðu
allar. Fjórtán fengu ekkert, og allar dóu.
Gerhard Domagk er fæddur í smábæ, er nefnist
Lagow. Hann fór í stríðið og gegndi þar læknis-
störfum í 3 ár, án þess að liann hefði þó læknis-
menntun. 1918, að stríðinu loknu, tók hann að nema
læknisfræði við háskólann i Kiel og lauk þar prófi.
Hann stundaði lækningar í nokkur ár, fékkst siðan
(37)
Gerhard Domaqk.