Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Page 43
Sjaldan verða þessi einkenni svo alvarleg, að hætta
verði að brúka meðalið. Þá má nefna bláma á hör-
undi og slímhimnum, vegna breytinga á blóðinu, en
jafnan er þetta einkenni hættulítið.
Alvarlegra einkenni er, ef lyfið veldur hitahækk-
un. Þessi hiti getur komið, þegar sjúlclingur hefur
tekið lyfið í nokkra daga samfleýtt. Sótthitinn hefur
lækkað í fyrstu, en síðan eykst hitinn aftur, stund-
um mikið. Þá er það læknisins að skera úr því,
hvort sóttin sé að elna eða hvort lyfið eigi sökina.
Ef svo er, ber að hætta við lyfið samstundis. Þess-
um hita geta fylgt önnur alvarlegri einkenni, ef á-
fram er haldið, og þeir, sem einu sinni hafa orðið
fyrir því að fá hita vegna eiturverkana lyfsins, geta
átt von á honum aftur, þótt þeir taki inn aðeins eina
töflu seinna á ævinni. Er hér um að ræða ofnæmi
gegn lyfinu. Hættan á þessu ofnæmi hvetur til var-
liðar, og það er skoðun ábyrgra lækna viða um heim,
að eigi beri að nota Prontozil eða sulfanilamid,, nema
um sé að ræða mjög alvarlegan sjúkdóm eða hættu
á alvarlegum fylgikvillum. Sé lijfið notað í tíma og
ótima, getur svo favið, að ofnæmi skapist, og er þá
eigi hægt að gripa til þess síðar, þótt um lifið sé
að tefla.
Stundum koma útbrot, oft samfara ofnæmishita.
Útbrot þessi geta líkzt mislinga- eða skarlatssóttar-
útbrotum, og fylgir þeim oft mikill kláði og stund-
um hörundsblæðingar. Hætt er við, að þeir, sem
einu sinni hafa fengið slík útbrot, fái þau aftur, ef
þeir brúka lyfið.
Þessi lyf geta valdið truflun á starfi lifrarinnar
ýmist með gulu eða án hennar. Nokkur dæmi eru
þess, að lifrarskemmdir hafi dregið sjúklinga til
dauða. Hitt er enn ósannað mál, hvort minni háttar
truflanir á starfi lifrar, sem oft gætir samfara
þessari lyfjanotkun, séu upphaf alvarlegra lifrar-
(41)