Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Síða 44
skemmda, er komi i ljós að mörgum árum liðnum.
Þessi lyf eru svo ný, að þeirri spurningu er enn
ósvarað.
Þá má geta þess, að notkun þessara lyfja getur
haft alvarlegt blóðleysi i för með sér, og einnig get-
ur tekið fyrir nýmyndun hvítra blóðkorna í mergn-
um. Er það banvænt að jafnaði. Þá má geta þess,
að taugabólgur geta hlotizt af lyfjum þessum, og
þess eru dæmi, að þau hafi valdið blindu, sökum
bólgu í sjóntauginni.
Af öllu þessu er Ijóst, að hér er um sterk lyf að
ræða, sem geta haft skaðvænleg áhrif á þá, sem nota
þau. Það er vítavert gáleysi að gefa þau kornbörn-
um, þótt þau fái kverkaskít, sem batnar sjálfkrafa
á fáum dögum. Þessi lyf skipa ákveðinn sess. Þau
á ekki að nota, nema mikið liggi við og um áltveðna
sýkla sé að ræða. Almenningur á aldrei að brúka
þessi lyf, nema að læknisráði, aldrei á eigin spýtur.
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar víða um
heim, ef takast mætti að finna lyf, sem Væru enn
virkari en þessi lyf og þá hættuminni.
Þessar tilraunir hafa lítinn árangur borið, þar
til enskum efnafræðingum i þjónustu lyfjaverk-
smiðju May og Bakers tókst að búa til lyf, með sul-
fanilamid sem uppistöðu, er reynzt hefur mjög vel
við ákveðnum tegundum lungnabólgu og heila-
himnubólgu.
Lyf þetta er almennt nefnt „nýja lungnabólgu-
meðalið", en verksmiðjuheiti þess er Dagenan eða
M & B 693. Gefur það til kynna, að reyndar hafi
verið 692 samsetningar, áður en þessi kom fram.
Lyf þetta er gert úr sulfanilamid, sem tengt er efni,
er heitir pyridin, og er það því oft nefnt sulfapyri-
din.
Kunnur enskur læknir, Linoel E. H. Whitby i
London, sýkti mýs með margfaldlega banvænum
(42)