Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Side 51
loftvarnainerki gefin nokkrum sinnum i Rvik og fleiri
bæjum. Hinn 9. febr. skaut þýzk flugvél úr vélbyss-
um á brezka hermannaskála á Selfossi, en engir ís-
lendingar særðust.
Iðnaður. Afkoma fleslra iðnfyrirtækja var góð á
árinu. Þó bagaði vöruskömmtun og skortur á liráefn-
um sum iðnfyrirtæki. Talsverður hörgull var á ýms-
um byggingarefnum, t. d. sementi, járni, timbri,
skrám, lömum, húnum o. s. frv. Skortur á vinnuafli
dró og talsvert úr byggingum. Þó var allmikið byggt
á árinu. Smiði smáskipa færðist í vöxt. Bókagerð var
með mesta móti. Af nýjungum í iðnaði jná nefna sam-
setningu bifreiða að öllu leyti og smíði miðstöðvar-
eldavéla. Bruni sjóklæðagerðarinnar í Rvík var tals-
vert áfall fyrir íslenzkan iðnað. Iðnaðarsjóður var
aukinn með lögum frá Alþingi.
Atvinnuleysi var ekkert meðal iðnaðarmanna, og
viða mikil eftirvinna og helgidagavinna. Allmargt
iðnaðarmanna starfaði í þágu setuliðsins.
íþróttir. Veðuraðstæður voru mjög óhagstæðar
vetrariþróttum. Voru þvi skíða- og skautaiþróttir
iðkaðar minna en venjulega, einkum sunnanlands.
Nokkur skíðamót fóru þó fram, og varð Jónas Ás-
geirsson frá Siglufirði skiðakóngur. Sund var stund-
að með miklum áhuga um land allt, og fóru mörg
sundmót fram, t. d. sundmeistaramót íslands og sund-
knattleiksmót. Skólar landsins sýna íþróttinni aulc-
inn áhuga. Handknattleikur átti auknum vinsældum
að fagna og var mikið iðkaður, bæði innan liúss og
utan. Keppnir í þessari íþrótt voru sóttar af flokk-
um karla og kvenna viðs vegar af landinu.
Knattspyrna mun enn liafa verið vinsælasta íþrótt
hér á landi, þótt áhugi almennings hafi ef til vill
dofnað nokkuð. Þrjú aðalmót fóru fram: íslandsmótið
(meistarar: K. R.), Reykjavikurmótið og Walters-
keppnin (sigurvegarar á báðum mótunum: Valur).
(49) 3