Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Page 65
eklu AllmikiS af íbúöarhúsum var byggt í Rvilc og
bráðabirgðaluis vegna húsnæðisvandræða. Verka-
mannabústaðir voru byggðir í Rvík (60 íbúðir) og
Hafnarfirði (12 ibúðir). Nokkur verksmiðjuhús og
verzlunarhús voru byggð i Rvik. Reinamjölsverk-
smiðja var byggð á Akureyri og frystihús í Bolunga-
vík og viðar. Vatnsveitur voru gerðar í Borgarnesi
og Akranesi. Unnið var að hafnargerð í Grindavík,
Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík, Ólafsvik, Sauðár-
króki, Siglufirði, Kópaskeri og Raufarhöfn. Nokkuð
var unnið að vitagerð. Allmikið var unnið að vega-
gerð og viðhaldi vega. Voru ýmsar endurbætur á
vegakerfi landsins nauðsynlegar sökum stóraukinnar
umferðar. Skortur á vinnuafli bagaði vegagerð nokk-
uð sums staðar. Unnið var að vegalagningu á Vatns-
skarði, Öxnadalsheiði, Siglufjarðarskarði og víðar.
Nokkrar nýjar brýr voru byggðar. Simalagningar
voru nær engar á árinu.
Verzlun. Viðskipti voru langmest við Bretland eins
og árið áður. Andvirði innfluttra vara frá Bretlandi
nam 85.4 millj. kr. (árið áður 33.8 millj. kr.), frá
Bandaríkjunum um 24 millj. kr. (árið áður 19.7 millj.
kr.) og frá Kanada 11 millj. kr. (árið áður 2.5 millj.
kr.). Innflutningur var og nokkur frá Portúgal og
sumum ríkjum i Suður-Ameríku. Útflutningur var og
langmestur til Bretlands eða 157.3 millj. kr. (árið
áður 91.5 millj. kr.), til Bandarikjanna 22.8 millj. kr.
(árið áður 18 millj. kr.), til Portúgals 3.2 millj. kr.
(árið áður 4.7 millj. kr.). Dálitill útflutningur var og
til Svíþjóðar, írlands, Spánar og Suður-Ameriku.
Bæði innflytjendur og útflytjendur urðu mjög að leita
nýrra markaða og sambanda.
Verzlunarjöfnuður var mjög hagstæður eins og
árið áður. Verðmæti útfluttra vara nam 188.5 millj.
kr. (árið áður 133 millj. kr.), en verðmæti innfluttra
vara 129.6 millj. kr. (árið áður 74.2 millj. kr.). Verð-
(63)