Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Side 67
LandbúnaSur á íslandi 1874—1940.
Um 1870 má kalla, að íslendingar væru enn hrein
landbúnaðarþjóð. Talið er, að þá lifðu 75.1% lands-
manna af jarðrækt, eins og þá var kallað, en 9.8%
af fiskveiðum. Yoru þetta stærstu atvinnuflokkarnir
og höfðu jafnan verið, en þótt skýrslur skipti at-
vinnuflokkum á þennan hátt, er rétt að geta þess,
að víða um land liöfðu bændur allmikil not af sjávar-
afla að fornri venju, og var útvegurinn því raunar
drjúgum meiri styrkur þjóðarbúinu en tölur þessar
kynnu að þykja benda til. Samt var búnaðurinn
höfuðstoðin, og útvegsbændur margir ráku umfangs-
inikinn búskap á jörðurn sínum. Mannfjöldi í land-
inu var þá talinn um 70 þúsundir. Reykjavík, eini
hærinn i landinu, sem þá kvað nokkuð að, liafði
rúmlega 2 þús. íbúa. Önnur kauptún eða bæir voru
naumast teljandi, svo að allur þorri landsmanna var
búsettur í sveitum.
Búnaðurinn var rekinn með líkum hætti og að
fornu hafði tíðkazt. Nokkuð hafði reyndar unnið
verið að túngirðingum og túnasléttun og framræslu
hér og þar siðustu hundrað árin, en mannvirki þessi
voru misjafnlega vel af hendi leyst frá upphafi og
hætti til að ganga skjótlega úr sér, ef þeim var ekki
því kappsamlegar við haldið, og mun því oft hafa við
notið skamma stund. Garðyrkja var nokkur í sumum
stöðuin og fór nú vaxandi, einkum sunnan lands, en
var víðast i mjög smáum stíl. Yfirleitt gekk ákaflega
liægt með öll jarðræktarstörf, þótt ýmsir hefðu á
slíku nokkurn áhuga. Bæði skorti kunnáttu og æf-
ingu um slikt, en þó mun verkfæraskortur ekki
minnstu valdið Iiafa. Frá fornu fari höfðu menn ekki
önnur stunguverkfæri en pála, og' trérekur með járn-
vari til moksturs. Mun ekki ofmælt, að fram um 1870
(65)