Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 69
hefur að vísu verið nokkru meiri en fram var talið,
a. m. k. sauðféð. En miðað við mannfjöldann, sem
hér var til fyrirvinnu, má hún ekki mikil kallast,
sem ljósast má verða, ef litið er á kvikfjártölur sið-
ustu ára og þess gætt um leið, hve miklu færra fólk
vinnur nú að landbúnaðinum. Skal vikið nánar að
því síðar.
Samkvæmt jarðatali Jóns Johnsens frá um 1845
voru býli öll á landinu talin 5621. Á jörðum þessum
lijuggu 7204 bændur, þar af 1237 i sjálfsábúð. Hér
tsru hjáleigur með jörðum taldar. Lætur nærri, að
80% bænda hafi þá verið leiguliðar. Á þessu mun
ekki hafa orðið nein veruleg breyting fram um 1874,
en þá eru býli i landinu alls talin 6337 og hafði því
fjölgað nokkuð, líklega mest með skiptingu jarða —
fleirbýli — og svo byggingu nýbýla i nokkrum stöð-
um. En býlafjölgun þessa leiddi beint af fólksfjölg-
un í landinu, er að mestu ílendist i sveitunum sjálf-
um, en hún nam um 13 þús. fram til 1874.
Allur þorrinn af býlum þessum var hýstur af van-
efnum. Að sjálfsögðu voru þó nokkrar undantekn-
ingar frá þessari reglu i ýmsum sveitum og lands-
hlutum. Vafalaust skorti fé og framtak til almennra
umbóta. Einangrun olli miklu um, því að erfitt var
um aðdrætti alla, er vegi, brýr og aðrar samgöngu-
bætur skorti nærfellt alls staðar. Örðugir verzlunar-
hagir áttu og sinn þátt. En líkast til munaði ekki
ininnst um það, að búnaðarlöggjöfin var löngu úrelt
og kjör leiguliða miður tryggð en skyldi, svo að það
eitt fyrir sig hlaut að standa drjúgum í vegi fyrir
framförum í ræktun og húsabótum, sem mest kallaði
að víðast. Má kalla, að fram til 1883 stæði í stappi og
þófi að fá fram komið nauðsynlegustu breytingum á
búnaðarlöggjöf landsins, fyrst og fremst um endur-
bætur á rétti og kjörum leiguliða. En fram til þess
tíma urðu menn að búa við 600 ára gömul ákvæði
(67)