Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Side 79
haustið 1896, er lagði um 300 sveitabæi í rústir að
meira eða minna leyti. En þrátt fyrir áföll þessi er
tímabil þetta að ýmsu merkilegt i sögu landbúnaðar-
ins. Umbætur og framfarir voru að visu hægfara. Þó
var mikilsvert undirbúningsstarf innt af höndum.
Fyrst og fremst má liér telja stofnun búnaðarskól-
anna fjögurra, í Ólafsdal (1880), að Hólum (1882),
að Eiðum (1883) og að Hvanneyri (1889), við styrk
úr búnaðarsjóðum amtanna og af landsfé. Starf um-
ferðabúfræðinga, er Búnaðarfélag Suðuramtsins lióf
og amtsráð og sýslunefndir styrktu til öðru veifi hver
hjá sér, gerðu mikið gagn. Þá má telja eflingu bún-
aðarsamtakanna kringum 1880 og einkum eftir 1887,
er kalla má, að stæði í beinu sambandi við vaxandi
framlög úr landssjóði til eflingar jarðabótum, er slik-
um félögum voru veitt. Þótt breytingar yrðu litlar á
verkháttum bænda þessi ár, vannst það samt á, að
nauðsynleg handverkfæri skorti ekki lengur og gerð-
ust hvarvetna algeng. Svo er talið, að fyrstu hey-
vinnuvélarnar, sláttuvél og rakstrarvél, kæmu til
landsins 1894, að Hvanneyri, fyrsti vélstrokkurinn
1895, að Sauðafelli í Dölum til Björns sýslumanns
Bjarnarsonar, fyrstu skilvindurnar 1896, að Torfa-
stöðum i Biskupstungum og Grund i Eyjafirði, til
þeirra séra Magnúsar Helgasónar og Magnúsar bónda
Sigurðssonar. Nokkru fyrr höfðu fyrstu tóvinnuvél-
arnar — kembi- og spunavélar — verið settar upp á
Halldórsstöðum í Laxárdal, hjá Magnúsi bónda Þór-
arinssyni, og nokkru síðar aðrar i Ólafsdal, hjá Torfa
skólastjóra Bjarnasyni. Sú nýbreytni varð að miklu
liði við heimilisiðnað i sveitum, þar sem við naut.
— Skal nú nokkru nánar vikið að sumum þessum
atriðum og getið nokkurra manna, er hér áttu mestan
blut að.
Fram um miðja 19. öld var búnaðarnámi þannig
hagað í Danmörku, að Landbúnaðarfélagið gekkst
(77) 42