Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Side 83
Jósef Björnsson. Jónas Eiríksson.
greiðlega. Ef kalla mætti, að Guðmundur Ólafsson
legði fræðilegan grundvöll að túnasléttun á þessu
límabili, með ritgerð sinni um þetta efni í Andvara
1874, þá varð það hlutverk Torfa að greiða fyrir fram-
kvæmdunum, endurbæta verkhætti og verkfæri, er
hér heyrðu til, eftir þvi sem reynsla benti til, að
bezt hentaði.
Búnaðarskólinn í Ólafsdal var stofnaður árið 1880,
undir forustu Torfa. Var skólinn alla tíð hans eign
og reyndar einkaskóli, en amtsráð Vesturamtsins
'..tyrkti liann með nokkrum fjárframlögum, og einnig
naut liann um liríð nokkurs styrks úr landssjóði.
Námstíminn var tvö ár og kennslan bæði verkleg og
bókleg. Annaðist Torfi fyrst einn alla kennsluna, en
fékk síðar aðstoðarkennara. Honum tókst að gera
skóla sinn að sannkölluðu fyrirmyndarheimili, þar
sem vinnubrögð, verkstjórn og öll umgengni var í
bezta lagi. Sjálfur smiðaði hann og lagaði við hæfi
öll liin nauðsynlegustu jarðyrkjutæki, plóga, herfi,
aktygi, kerrur, undirristuspaða, — stórt og smátt, og
kenndi piltum að vinna með þeim. En það var ekki
(81)
V)