Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Page 86
norskir búnaðarliættir mundu okkur hentari til hlið-
sjónar en danskir, vegna landsliátta og annars, og lét
stjórnin sér það vel skiljast og styrkti til slíkra náms-
ferða. Sumir þessara búfræðinga störfuðu síðar við
búnaðarskóla, aðrir settust að búi. Nokkrir fengu um
lengri eða skemmri tíma verkefni við undirbúning
og umsjá jarðyrkjuframkvæmda. Yfirleitt má kalla,
að um og eftir 1880 væri hér enginn hörgull á bú-
fræðingum. Hitt skorti meir, að samtök bænda sjálfra
efldust og þau yrðu þess umkomin að hagnýta þessa
nýju þekkingu landbúnaðinum til framfara. En einnig
hér varð nú smátt og smátt mikil breyting. Búnaðar-
félag Suðuramtsins, elzta og stærsta biinaðarfélag
landsins, hafði hér forustu. Hagur þessa félags hafði
staðið með misjöfnum blóma langa hríð, enda liafði
það lengstum haft næsta lítil fjárráð. 1868 varð
stjórnar- og stefnubreyting í félaginu. Tók þá við
stjórn þess Halldór Kr. Friðriksson, kennari við
iærða skólann, mikilhæfur áliuga- og dugnaðarmað-
ur. Á næstu árum réð félagið til sín erlenda áveitu-
fræðinga, er unnu lijá bændum sumarlangt að fram-
ræslu og áveitumannvirkjum. Þótti þetta merkileg
nýjung, og stóð ekki á því, að félagið fengi fjárstyrk
nokkurn til þess að standa straum af mannahaldi
þessu. Varð þetta upphaf þess, að frá þvi árið 1873
liafði félagið i þjónustu sinni einn og oftast fleiri
búfræðinga, er unnu hjá bændum að mælingum og
öðrum undirbúningi framkvæmda um jarðabætur og
svo verkstjórn. Studdi Alþingi framkvæmdir þessar,
og ekki leið á löngu, að amtsráð og sýslunefndir í
ýmsum stöðum færu að dæmi félagsins, þótt minna
kvæði að því. Þetta ýtti undir um stofnun búnaðar-
félaga í sveitum, en verulegur skriður komst þó fyrst
á það mál, er Alþingi tók að veita nokkurt fé bein-
línis til búnaðarfélaganna fyrir unnar jarðabætur.
Um aldamótin eru búnaðarfélögin talin 114. Fjár-
(84)