Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Síða 89
lega hins helzta. Er þá fyrst að telja eflingu húnað-
arsamtaka og stjórn búnaSarmála, lagasetningu um
húnaðarmál, fjármál húna'ðarins, byggingar, jarðrækt
o. fl. og þróun helztu starfsgreina búnaðarins. í raun
réttri er hvert þetta atriði fyrir sig ærið efni í sér-
staka ritgerð.
Búnaðarfélag íslands var stofnað 1899. Átti það mál
langan aðdraganda, sem ekki er unnt að rekja hér.
Fyrsti formælandi þess var Einar í Nesi, en að lok-
um voru það þeir Páll Briem amtmaður og Þórhallur
Bjarnarson, síðar biskup, er mestan hlut áttu að þvi,
að félagið var stofnað, en Alþing'i studdi með nokkru
fjárframlagi til félagsstofnunarinnar. Hér var frá
upphafi sá galli á, að þátttaka bændanna í búnaðar-
samtökunum var harla slitrótt. Þótt nú væru liðin rúm
(iö ár síðan fyrsta búnaðarfélagið var stofnað, var
viða svo ástalt í sveitum, að þar var elckert búnaðar-
félag, og' fjöldi bænda í þeim sveitum, sem kallað var
að hefðu búnaðarfélag, stóð utan við þau samtök.
Merkasta nýjungin í lögum Búnaðarfélagsins var
búnaðarþingið, er skipað skyldi fulltrúum bænda úr
öllum landshlutum. Meðan svona var ástatt um biin-
aðarsamtökin, varð að fela öðrum fulltrúavalið, fyrst
amtsráðum og síðar sýslunefndum, og stóð svo lengi.
Takmarkið var að koma á fót búnaðarfélagi i sveit
hverri, en siðan gengju félögin saman i sýslu- eða
héraðssamband og sendu þau menn úr sínum hópi á
búnaðarþingið, kæniu þar á framfæri óskum og á-
Jiugamálum liéraðsbúa og tengdu þá og félagsstarf-
semi þeirra allsherjar samtökum og samstarfi bænda
i landinu. 1903 var Ræktunarfélag Norðurlands stofn-
að og einnig Búnaðarsamband Austurlands, Búnaðar-
samband Vestfjarða 1907, Búnaðarsamband Suður-
lands 1908, Búnaðarsamband Borgarfjarðar 1910, Bún-
aðarsamband Kjalarnesþings 1914 og Búnaðarsam-
band Dala og Snæfellsness 1914. Á árunum 1928—32
(87)