Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Side 92
lögin komu til framkvæmda. Búnaðarsamböndin hafa
og flest haft búfræðinga i sinni þjónustu um lengri
eða skemmri tíma, til leiðbeiningar og aðstoðar bænd-
um. Allt þetta margþætta starf vel lærðra og dugandi
manna í ýmsum greinum búnaðar hefur orðið að hinu
bezta liði. Rúmsins vegna er ekki unnt að gera nán-
ari grein fyrir þessu merkilega starfi og þeim mönn-
um öllum, sem hér hafa að unnið. Skylt er samt að
nefna hér nokkur nöfn: Einar Helgason garðyrkju-
mann (d. 1935), Sigurð Sigurðsson frá Draflastöðum
(d. 1940), Jakob Líndal, nú bónda á Lækjamóti, Melú-
salem Stefánsson, Ólaf Jónsson, framkvæmdarstjóra
Ræktunarfélags Norðurlands, Ragnar Ásgeirsson garð-
yrkjumann og' Klemens Kristjánsson tilraunastjóra á
Sámsstöðum, er mest hafa unnið að tilraunum um
ræktun matjurta, grasrækt, skógrækt, kornyrkju og
notkun og hagnýtingu áburðar og lagt með starfi
sinu fastan grundvöll fyrir jarðyrkju í nýjum stíl,
Sigurð Sigurðsson ráðunaut (d. 1926), Jón Þorbergs-
son, nú bónda á Laxamýri, Theódór Arnbjörnsson (d.
1939) og Pál Zóphóníasson, er mest hafa unnið að
umbótum og eflingu kvikfjárræktarinnar, Pálma Ein-
arsson og Ásgeir Jónsson, er mest hafa starfað að
undirbúningi hinna stærri jarðræktarframkvæmda,
og' Árna G. Eylands, er haft liefur með höndum mik-
ilsverða starfsemi um útvegun og endurbætur vinnu-
véla og verkfæra (Eylandsljáirnir) og veitir nú for-
stöðu Grænmetis- og áburðarsölu ríkisins.
Það má öllum ljóst vera, sem nokkurn gaum gefa
sögu vorri á siðustu áratugum, að merkileg og ótví-
ræð samsvörun liefur hér orðið um eflingu atvinnu-
veganna í landinu og þróun sjálfsstjórnar og sjálf-
stæðis landsmanna. Með úrslitum stjórnarbótamáls-
ins 1903, er þjóðin fékk heimastjórn, hefst merkur
þáttur i þróun innanlandsmála. Skriður kemst nú á
um framfarir og nýjungar í löggjöf um atvinnumál.
(90)