Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Page 93
Klemenz Kristjánsson. Pálmi Einarsson.
Þó verður tímabilið eftir 1918 miklu affarameira um
þessi efni, átök þau, sem þá eru gerð, miklu stór-
kostlegri og markvissari. Stórhugur og framsóknar-
vilji sjálfstæðrar þjóðar lýsir sér hér i djarflegum
áformum og rösklegum framkvæmdum, langt um-
fram það, sem dæmi voru áður til.
Verkefni hinnar nýju aldar voru mörg og flest
næsta brýn. Afurðir landbúnaðarins voru i mesta
hraki, síðan fjársalan til Bretlands stöðvaðist. Kjöt-
markaðurinn var þröngur fyrir og fór nú versnandi,
enda var vörunni mjög áfátt. Þessi vandi var leystur
um sinn með stofnun rjómabúa, byg'gingu sláturhúsa
og gagngerðum umbótum á verkun saltkjöts. Búnað-
arfélag' íslands og' Alþingi áttu hér beinan hlut að.
Fyrsta rjómabúið var stofnað árið 1900, að forgöngu
Ágústs bónda Helgasonar i Birtingaholti, en aðal-
ráðunautur og umsjónarmaður búanna var Sigurður
Sigurðsson ráðunautur. Til stuðnings búunum rak
Búnaðarfélagið mjólkurskóla fram til ársins 1918.
Rjómabúin gerðu mikið gagn, en vegna breyttra
markaðsskilyrða lögðust þau flest niður á styrjaldar-
(91)