Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Page 108
HEY SKAPUR A ISLANOl
1882 - 1935
LínuritiS sýnir heyfeng landsmanna síðan 1882,
töðu og úthey. Má hér sjá mismunandi heyfeng eftir
árferði, t. d. hrapar töðufengurinn niður 1918 vegna
kals á túnum eftir frostaveturinn 1917—18. í heild
sinni sést hér stórfelld aukning töðufallsins vegna
lúnbóta og nýyrkju eftir 1923. Steingrímur Steinþórs-
son telur, að töðuauki bænda vegna framkvaémda, sem
þakka má jarðræktarlögum, nemi 600—700 þús. hest-
um. „Þess vegna hafa bændur getað hætt að nytja
mikið af lélegustu útengjaslægjum. Enda má fullyrða,
að ræktun síðustu ára, eða öllu heldur sú taða, er af
nýræktinni hefur fengizt, hafi bjargað mörgum sveit-
um og jafnvel heilum byggðarlögum frá því að fara
i auðn.“ (Búnaðarrit 1911, 168.)
Sauðfé.
Línuritið sýnir tölu sauðfjár síðan 1820. Hér hafa
miklar sveiflur orðið af völdum árferðis og sjúkdóma,
og var áður drepið á það sumt. Hér verður mikil
hækkun eftir 1920 og nær hámarki 1930, fer svo lækk-
andi, og var fjártalan um 628 þús. 1940. Sú hnignun
er afleiðing fjárpestarinnar.
(106)