Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 10
188
FKEYR
í ostalager,
en þar er hœgt
að geyma ost við
beztu skilyrði
Guðmundur
Guðmundsson mjólk-
urfrœðingur, aðstoðar-
maður við
vörueftirlit.
— Við leggjum megin áherzlu á, að búin
framleiði osta til útflutnings. Hjá Mjólkur-
búi Flóamanna er verið að koma upp mjög
myndarlegri mjölverksmiðju. Þar mun
verða framleitt nýmjólkurduft í sumar.
Jafnframt verður mjölgerð í Búðardal og á
Akureyri. Þetta gerir það að verkum, að
mjólkuriðnaðurinn verður mun betur undir
það búinn en áður að koma í veg fyrir of-
mikla smjörframleiðslu. Með því að fara í
nýmjólkurduftframleiðslu er hægt að binda
mikla fitu, sem ella færi í smjör.
— Er hægt að selja nýmjólkurduft er-
lendis?
— Já. En að sjálfsögðu fæst ekki hátt verð
fyrir slíkt duft á erlendum mörkuðum, mið-
að við hið skráða verð, en við erum fyllilega
samkeppnisfærir við aðrar þjóðir, hvað
viðvíkur gæðum vörunnar.
— En hvernig gengur með sölu á ostum?
— Mjög vel, nú seljum við ostana á mun
hærra verði til Bandaríkjanna en Skandi-
navar fá fyrir sína osta, en við erum að vísu
á öðrum mörkuðum en þeir.
— Telur þú að þið hafið náð þeim árangri
í sölumálum, sem til var œtlast með stofnun
Osta- og Smjörsölunnar?
— Já, ég tel að vel hafi tekist, enda höfum
við alltaf starfað með það sem markmið að
geta boðið fyrsta flokks vörur. Ennfremur
höfum við lagt ríka áherzlu á að sýna heiðar-
leika í viðskiptum, bæði gagnvart neytend-
um og framleiðendum vörunnar.
A. G.
RAOUL NEVELING, söluráðunautur
mjólkurframleiðsla í Svíþjóð, sagði árið
1966.
„Við getum slegið því föstu að samkeppn-
in er hörð. í dag ber ekki að skoða það sem
sjálfsagðan hlut, að neytendur eigi að kaupa
mjólk. Coca-cola og fulltrúar þeirra selja
sína vöru með hörku en jafnframt lipurð.
Gosdrykkjaframleiðendur gera meira held-
ur en að framleiða og gera tilraunir á rann-
sóknarstofum. Þeir selja vöru sína sam-
kvæmt framtíðar áætlun. Á markaðinum í
dag eru fleiri tegundir af viðbiti en smjör
og framleiðendur smjörlíkis ráða yfir fjár-
sterkum og vel skipulögðum sölusamtökum,
sem mörg hafa starfað í fleiri ár.
Ef mjólkurbúin ætla sér að fylgjast með
framþróuninni verða þau að gera meira en
að gera tilraunir og framleiða vöru. Þau
verða einnig að selja framleiðsluvörur sín-
ar.