Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 46
224
FREYR
Mjólkurstöðin á Akureyri
Saga gömlu rjómabúanna var naumast öll
þegar fyrsta mjólkursamlag landsins var
stofnað, en það var Mjólkursamlag KEA.
Samvinnumenn í Eyjafirði eygðu ný við-
fangsefni á árunum eftir 1920, sendu mann
úr sínu héraði til útlanda til þess að nema
mjólkuriðnað, og eftir heimkomu hans var
Mjólkursamlag KEA stofnað árið 1928,
undir forystu hins nýlærða iðnaðarmanns,
sem strax gerðist forstöðumaður stofnunar-
innar, faglegur og verklegur, og hefur gegnt
því hlutverki alla tíð síðan, eða samtals 38
ár. Þessi maður er Jónas Kristjánsson.
1 þessu sambandi er vert að geta þess, að
að til þessa manns og þeirrar fyrirmyndar,
sem þarna fór af stað, hafa ráð og reynsla
verið sótt oft síðan, við stofnun og starf-
rækslu annarra stöðva.
Mjólkursamlag KEA var engin stór stofn-
un í upphafi og stöðin að sama skapi við
hæfi þá, lítil í upphafi, en brátt sprengdi
mjólkurmagnið af sér upprunalegu húsa-
kynnin og ný stöð var reist 1937.
Og nú er sú stöð orðin of lítil enda eðlilegt
að svo sé, það má álykta þegar litið er á
neðangreindar tölur yfir mjólkurinnlegg
samlagsmanna í stöðina, en það var:
Árið 1928 580.000 kg
— 1937 2.600.000 —
— 1964 19.136.044 —
— 1965 20.776.811 —
Þessar tölur sýna, að mjólkurmagnið 1965
var 36 sinnum meira en á fyrsta starfsárinu.
Er því ekki óeðlilegt þótt enn þurfi ný húsa-
kynni, enda er knýjandi þörf á því að koma
þeim upp hið fyrsta.
Mjólkurstöðin hefur verið staðsett í mið-
bæ Akureyrar og þar mun mjólkurdreif-
ingarstöðin verða áfram, en hin nýja
vinnslustöð verður fyrir ofan bæinn og hef-
Jónas Kristjánsson
ur þegar verið grafið, undirstöður steyptar
og nokkuð meira gert af byrjunarathöfnum
að vinnslustöð, sem að rúmmáli verður full-
gerð um 25.000 m3. Allar teikningar að stöð
þessari eru fullgerðar, en framkvæmdir eru
fyrirhugaðar í áföngum, enda verður hér
um að ræða mikið fyrirtæki, fullkomið og
dýrt.
Svo langt er undirbúningi komið, að til-
boð í vélakost hafa þegar borizt. Fjármagns-
skortur veldur því hinsvegar, að hægt sé að
vinda að framkvæmdum eins ört og æski-
legt er og eins og þörf krefur.
Aðalvinnslan á hinni nýju stöð á að vera
ostagerð. Eins og gerzt hefur annarsstaðar
hefur samlagssvæðið í Eyjafirði aukizt mjög
enda eru skilyrði til búvöru-framleiðslu í
Eyjafirði fyrst og fremst til framleiðsiu
mjólkur.