Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 18

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 18
196 FREYR bent á, að nýjustu ákvæði í reglugerð um mjólk og mjólkurvörur mæla svo fyrir að 3. og 4. flokks mjólk skuli endursend til framleiðanda hennar. Hér skal einnig á það bent að fúkkalyf mega ekki finnast í mjólk, þau spilla mjólk- inni til vinnslu á öllum mjólkurafurðum og eru beinlínis skaðleg til neyzlu öllum þeim, sem hafa ofnæmi fyrir slíkum lyfjum. Af framanskráðu vona ég að eftirfarandi atriði séu ljós öllum þorra mjólkurframleið- enda: 1. Við höfum líkt og aðrar þjóðir við veru- legt júgurbólguvandamál að stríða, sem veldur bændastétt landsins veru- legu fjárhagslegu tjóni árlega í rýrari afurðum og slátrun kúa með ólæknandi júgurbólgu. 2. Við erum enn í dag á algjöru frumstigi í baráttunni við júgurbólguna og verð- ur ekki öllu lengur hægt að una við það ástand óbreytt. 3. Nauðsynlegt er að hefjast handa sem fyrst, og skipuleggja kerfisbundna leit að júgurbólgu á öllum helztu mjólkur- framleiðslusvæðum landsins. 4. Til þess að það megi takast þarf að koma á fót vel búnum rannsóknarstof- um, sem geta tekið mjólkursýnishorn til skilgreiningar á júgurbólgugerlum og athugunar á næmi þeirra gegn beztu þekktu lyfjum. Það er allsstaðar talið frumskilyrði fyrir því að hægt sé að sigrast á júgurbólgunni eða halda henni í skefjum. Lokaorð Vísir að slíkri gerlagreiningu og aðstoð við bændur er þegar komin á, á Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, en þar eru ekki enn skilyrði til umræddrar kerfisbundinnar leit- ar að júgurbólgu hjá öllum mjólkurinn- leggjendum. Mjólkursamsalan í Reykjavík hefir nú varið tilsverðu fjármagni til þess að inn- rétta og fullbúa rannsóknarstofu til slíkra starfa og standa vonir til, að skipulögð leit að júgurbólgu geti hafist þar á næstunni, sem vonir standa til að geti náð yfir fram- leiðslu- og sölusvæði hennar. Slíkar rannsóknarstofur eru dýrar í upp- byggingu og rekstri. En á það skal bent, að hjá þróuðum landbúnaðarþjóðum er það talið óhjákvæmilegt að spara hvorki erfiði né tilkostnað í þessu skyni. Hjá þeim hefir mikill árangur náðst og störf rannsóknarstofanna verið hin nauð- synlega aðstoð dýralækna og bænda í bar- áttu þeirra gegn júgurbólgu í kúm. Forráðamenn landbúnaðarins þurfa sem fyrst að athuga hvaða stuðning slík skipu- lögð herferð gegn þessum smitnæma og út- breidda búfjárkvilla má vænta frá stjórnar- völdunum. Erlendis, t.d. í Danmörku, eru slíkar rann- sóknarstofur reknar af almannafé og gilda þar strangar reglur um meðferð slíkra mála t. d. ýmis skilyrði, sem mjólkurframleið- endur verða að uppfylla til þess að verða slíkrar aðstoðar aðnjótandi. í Svíþjóð eru slíkar rannsóknarstofur reknar af búnaðarsamtökum, sem fá ákveð- inn ríkisstyrk á hvert rannsakað mjólkur- sýnishorn. rrsrrrsrNrrsrrsrrrrsrrsrsrrsrrrrrrrrrrsrrsrsrrrrrrrrrrr HELOSAN - smyrsli á spena Undanfarin ár hafa Svíar framleitt Helosan- smyrsli, sem er sótthreinsandi og græðir sár á spenum. Einnig nota Svíar þetta smyrsl sem hand- áburð og það gefist vel þannig. Guðbjörn Guðjónsson, Laufásvegi 17 hef- ur flutt inn til reynslu smávegis af þessu smyrsli, er það í 500 g. plastdósum og 100 g. túpum. rrrsrrsrsrrrsrrsrrsrrsrrsrrr'rsrrsrrrrrsrrrrrrrrrrrrrrr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.