Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 11

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 11
FREYR 189 STEFÁN BJÖRNSSON: Smjör og æðasjúkdómar Oft hefur það skeð, að ýms tízku- og menn- ingarfyrirbæri hafa borizt hingað til lands- ins í þann mund, þegar þau voru að verða úrelt erlendis. í þessu sambandi verður mér hugsað til þess áróðurs, sem sumir af lækn- um okkar hafa rekið um nokkurt skeið gegn neyzlu mjólkur og smjörs hér á landi. Spyrji maður starfsbræður sína á Norðurlöndum um svona áróður hjá þeim, eru viðbrögðin alls staðar svipuð og á þessa leið: „Eruð þið með þetta núna. Það er um garð gengið hjá okkur“. Og nú auglýsa þeir þessar vörur sem hollustu fæðuna, án afskipta læknavísind- anna. í áróðri sínum hafa læknar okkar haldið því fram, að svo mikils sé neytt hér á landi af mjólk og rjóma, að það geti valdið aukn- ingu kolesterols í blóðinu, og orsakað á þann hátt hjarta- og æðasjúkdóma. Ef hér er átt við, að neyzla mjólkurfitu sé miklu meiri hér en alls staðar annars staðar, þarf að skoða það nánar. Þessi sama fita er vitan- lega í öllum mjólkurafurðum, sem á boð- stólnum eru, en þær eru: neyzlumjólk, rjómi, smjör, ostar og mjólkur- og rjómaís. Þó að all mikið sé drukkið hér af mjólk, er smjörneyzlan ekki sérlega mikil, og neyzla rjóma, osta og ístegunda er lítil. þegar á heildina er litið er notkun mjólkurfitu því ekki meiri hér á landi en í sumum nágranna- löndunum. Frá því að kenningin um skaðsemi mjólk- urfitunnar kom fyrst fram, hefur lækna og næringarfræðinga greint mjög á um rétt- mæti hennar. Raddir þeirra, sem telja hana ranga, hafa smám saman orðið háværari, og heyrðust loks svo um munaði á fundi, sem haldinn var í Salzburg og Bad Reichenhall í Þýzkalandi í fyrri hluta september 1965. Þetta var alþjóðlegur fundur um næringu og menningarsjúkdóma. (11. INTERNA- TIONAER KONVENT FtíR VITAL- STOFFE, ERNÁHURNG, ZINILISA- TIONSKRANKHEITEN) Hann sátu pró- fessorar, læknar og næringarsérfræðingar frá mörgum löndum. Umræðurnar snerust mikið um áhrif fæðunnar, einkum fitunnar í fæðunni, á þróun hjarta- og æðasjúkdóma, enda sagði prófessor Parade í framsöguer- indi sínu, að tilgangur fundarins væri að finna, á vísindalegum grundvelli, samheng- ið á milli fæðunnar og þróun æðakölkun- ar. Þáttur smjörfitunnar í fæðunni var mikið ræddur, og þá fyrst og fremst kenningin um skaðsemi hennar fyrir æðakerfið. í 36. álykt- un fundarins segir, að þessari kenningu hafi verið harðlega mótmælt, einkum af profess- or Pchweigart. Hann sýndi fram á að kole- sterol er lífsnauðsynlegt efni, sem líkaminn myndar að mestu leyti sjálfur, og nemi dag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.