Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 15

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 15
FREYR 193 Gerlarnir taka til sín næringu og gefa frá sér úrgangsefni, sem hafa eiturverkanir á júgurvefinn. Bólgan í júgurvefnum er varnarráðstöf- un líkamans til þess að sigrast á gerlasmit- inu. Þegar júgurbólgu verður vart í einum eða eða fleiri júgurhlutum eiga sér stað eftir- farandi breytingar í júgurvefnum: 1. Júgurbólgugerlar finnast í júgurvefn- um og berast þaðan með mjólkinni. 2. Samsetning mjólkurinnar breytist (sjá töflu). 3. Júgurvefurinn breytist. Júgurbólguákvörðun byggist á þessum þremur framangreindu atriðum, en þau geta fundist þar á mjög mismunandi stigi allt frá mjög óljósum, vafasömum og upp í mjög greinileg sjúkdómseinkenni. Greining gerlasmits í júgurvefnum Þetta sjúkdómseinkenni verður aðeins greint á gerlarannsóknarstofu. Aðeins í ör- fáum tilvikum er hægt, við athugun á hinni júgurbólgusjúku kú, að leiða sterkar líkui; að því hvaða gerlategund veldur bólgunni. (Cólí-smit, svokölluð „sumarjúgurbólga“ gerfrumubólga og kaldadrep). Þó er ráðlegt að láta ekki í ljós ákveðna skoðun á orsökinni, nema rannsókn þar að lútandi hafi farið fram á rannsóknarstofu. Gerlagreiningin byggist á hreinræktun gerlanna og flókinni og tímafrekri skilgrein- ingu þeirra. Slíkt starf er svo umfangsmikið að aðeins er hægt að vinna það á gerlarann- sóknarstofu með þar til heyrandi útbúnaði og tækjum og faglærðu starfsfólki, og yrði of flókið mál og langt að gera því frekari skil í þessari grein. Breyting á efnasamsetningu mjólkur við júgurbólgu í vægustu tilfellum júgurbólgu er ekki hægt, með berum augum, að greina nokkrar breytingar á samsetningu mjólkurinnar og er því eðlilegt að mjólkurframleiðendum álíti að hún sé góð og heilbrigð vara. Það er þó ekki tilfellið. Bæði er, að með mjólkinni skilst, um lengri tíma, eitthvert magn júgurbólgugerla og smithætta vofir yfir öðrum kúm og svo er samsetning mjólkurinnar eitthvað frá- brugðin því eðlilega, þó að það verði ekki greint nema með nákvæmum rannsóknum á rannsóknarstofu. Ef júgurbólgan er greinileg eða bráð, þá er aftur á móti enginn vandi að greina hana, bæði er finnanleg bólga í júgrinu og eins er útlit mjólkurinnar breytt, mjólkin verður blökk eða vatnskennd með kyrningi, snák- um eða graftrarkekkjum. Til glöggvunar á þessum atriðum læt ég fylgja hér töflu, sem sýnir eðlilega samsetn- ingu mjólkur og þær breytingar, sem á henni verða við króniska júgurbólgu. (Tafl- an er úr bók próf. Aage Jepsen, Veterinær Mælkekontrol 2). Samsetning d Breytingar við blóði mjólk króniska júgurból Mjólkursykur 0 mg. °/ ; 4.90 % minnkar Mjólkurfita 0 — 4.00 — — Eggjahvítuefni 720 — 3.5 — nœstum óbreyt Kasein 0 — 2.7 — minnkar Albúmín 500 — 500 mg. vex Glóbúlín 220 — 30 — — Natríumsalt 335 — 50 — — Klórídsalt 475 — 100 — — Kalíum 19 — 150 — minnkar Calcíum 10 — 120 — — Fosfór 13 — 90 — — Sýrustig (pH) 7.4 — 6.6 — vex Frumur* 200.000-ml. — Útlit mjólkur breytilegt * Hvít blóðkorn Mjólkursýnishorn til gerlarannsókna Taka mjólkursýnishorna til rannsókna verður að framkvæmast á réttan hátt, með fyllsta hreinlæti í huga og eru þá einkum 4 atriði þýðingarmikil fyrir mjólkursýnis- hornin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.