Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 35

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 35
FREYR 213 embermánuði árið 1965 tók samlagið nýjan og betur útbúinn tankbíll í notkun. Síðan hafa verið keyptir heimilismjólkurtankar frá Svíþjóð — af gerðinni Wedholms Eru tankarnir mjög vandaðir og útbúnir samkvæmt ströngustu kröfum Svía. Bænd- um á tankflutningaleiðunum verður gefin kostur á að kaupa þessa tanka. Síðan er ætlunin, að stærri framleiðendur sjái sér hag í því að eignast heimilismjólkurtanka á næstu árum. Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, hefur ákveðið að hefjast handa með tankflutninga frá bændum á þessu ári. Þar er framkvæmd- in fyrirhuguð á þann veg, að teknar verða í fyrstu tvær sveitir, Austur- og Vestur- Eyjafjöll, og þar munu allir framleiðendur fá mjólkurtank. Mjólkurbúið mun eiga alla tankana, en taka síðan á leigu ákveðið gjald af hverjum mjólkurlítra. Með þessari aðferð mun flutningskostnaður strax minnka að einhverju leyti, þar sem áætlað er að sækja annan hvern dag. Sam- kvæmt heilbrigðisreglugerð er óheimilt að nota 2ja daga gamla mjólk til neyzlu, en til þess að einhver von sé til, að undanþága fáist frá þessu ákvæði, verður gert að skilyrði, að kæling mjólkurinnar sé full- nægjandi og fari fram við viðunandi að- stæður á þeim bæjum, sem sækja um und- anþáguna. Heimilismjólkurtankar á Norðurlöndum Þróun þessara framkvæmdar á Norðurlönd- um er með ýmsu móti. 1 Danmörku er mikill áhugi hjá bændum með að kaupa tankbíla til flutnings á mjólk í mjólkurbúin. En hæg- fara þróun er í tankvæðingunni þar. Mjög fáir rafmagnskældir heimilistankar eru þar í notkun, og fyrst um sinn er ekki sjáanlegt, að þeim muni fjölga á næstu árum. Bændur kaupa þess í stað í töluverðum mæli óein- angraða mjólkurtanka, án rafmagnskæling- ar. Tankbíllinn sækir þá mjólkina daglega. Þar sem þéttbýlið er mikið í Danmörku og flutningaleiðir stuttar, getur slíkt fyrir- komulag hentað. Dæmi eru til þess, að fram- leiðendur kæli ekki mjólkina, en þess í stað sæki tankbíllinn mjólkina eftir hverjar mjaltir. Núverandi flutningaaðferð — með brúsum — er þar í landi mjög ódýr, og er vafasamt, að tankbílar geti sýnt mikinn sparnað. í Svíþjóð er þróunin komin hvað lengst áleiðis. Mjólkursamsalan í Stokkhólmi er þar brautryðjandinn. En samt eru fáir heim- ilistankar í hlutfalli við fjölda mjólkur- framleiðenda. Á miðju ári 1965 eru þar í notkun ca. 4000 rafmagnskældir heimilis- tankar, en á sama tíma eru þar tæplega 170.000 mjólkurframleiðendur. Svíar hafa farið þá leið að koma þessu kerfi á fót á þann veg, að framleiðendur fái vandaða raf- magnskælda mjólkurtanka. Nær undan- tekningarlaust eiga mjólkurbúin tankana, en taka leigu af hverjum mjólkurlítra. í Noregi hefur lík þróun átt sér stað og í Svíþjóð. Mjólkurbúin kaupa og eiga mjólk- urtankana. Tankarnir eru vandaðir, ein- angraðir og útbúnir með rafmagnskælingu. Á miðju ári 1965 eru 570 slíkir tankar í notkun í Noregi, er það lág tala miðað við 120.000 mjólkurframleiðendur þar í landi. Atriði, sem hafa her í huga, þegar mjólk er sótt í heimilistank Athafnasvœði. a) Mjólkin er sótt á tankbíl. Heimilistank- ur er í mjólkurhúsi. Mjólkurhús á að vera sem næst heimreið. b) Vegur heim að bænum verður að vera traustur. Athafnasvæði fyrir utan mjólk- urhús verður að vera rúmgott, þannig, að þar sé auðvelt að snúa við tankbíl. Beztu aðstæður eru þær, að hægt sé að aka tankbíl í hring fyrir utan mjólkurhús. Hlaðið verður að vera sterkt og sem mest má vera laust við halla. Innrétting mjólkurhúsa. a) Mjólkurhúsið á að vera með dyrum sem snúa beint út á hlað, til þess að bílstjórinn þurfi ekki að taka á sig óþarfa krók, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.