Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 23
FREYR
201
1964 hefðu 140 bændur sent mjólk sína til
búsins og hefði hún numið 6,5 milljónum
lítra. Unninn var ostur og smjör úr þrem
milljónum af þessu magni. Smjörframleiðsl-
an var venjulega um 1200 kg á dag og ostur-
inn, sem framleiddur var, hefði verið 30%-
40% og 45% feitur, en sent hafði verið 3,5
milljónir lítra af sýrðri undanrennu heim
til bændanna sem fóðurmjólk.
Var undanrennan reiknuð bændum á 12
aura lítirinn en heimsend mysa á 3 aura.
Bændur fengu útborgað 38,8 aura fyrir
hvern lítra af 4% feitri mjólk og endanlegt
verð varð 41 eyrir á lítra, allt talið í danskri
mynt. Hafði búið þá greitt flutningskostnað
mjólkurinnar, sem var um það bil 2 aurar
á lítra, en annar reksturskostnaður búsins
var 4 aurar á lítra.
Heimilistankana eiga bændurnir þarna
sjálfir. 400 lítra tankar kosta um 5000 ísl-
enzkar krónur en 600 lítra tankar um 8000.
Með þeim er rörakerfi fyrir vatnskælingu.
* * *
Frá mjólkurbúinu fórum við nú með
verkfræðingnum í heimsókn til Paasch og
Silkiborg-verksmiðj unnar.
Það munu vera um 100 ár síðan fyrirtækið
var stofnað, og eins og fyrr er sagt framleið-
ir verksmiðjan allar vélar og tæki til mjólk-
uriðnaðar. Raunar er hér um að ræða tvær
verksmiðjur, sem sameinuðu starfsemi sína
fyrir þrem árum.
Við fengum að ganga þarna um vinnusali
og verkfræðingar útskýrðu fyrir okkur þau
verkefni, sem unnið var að.
Sex hundruð manns vinna hjá fyrirtæk-
inu. Á meðal annars, sem þarna er framleitt,
eru þrír tankar á mjólkurbíla á viku og
Verkfrœðingar Pósch og Silkeborgverksmiðjunnar gera okkur grein fyrir framleiðslunni, og hversu mikil önn er við að
fullnœgja effirspurn eftir mjólkurflutningabúnaði.