Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 49
FREYR
227
Mjólkurstöðiná Vopnafirði
Á Vopnafirði var reist mjólkurstöð árið
1962. Að stöðinni stóð mjólkursamlag Kaup-
félags Vopnafjarðar, en að þeim félagsskap
stóðu bændur úr Vopnafirði. Kaupfélagið
lét byggja myndarlega byggingu yfir starf-
semina og voru þarna sameinuð í einni
byggingu tvö önnur fyrirtæki kaupfélags-
ins. í stöðina voru keyptar nýjar vélar til
alhliða framleiðslu í sambandi við þá þjón-
ustu sem stöðinni var ætlað að veita þorps-
búum. Nýmjólk er gerilsneydd, framleiddur
rjómi og búið til skyr og smjör. Á Vopna-
firði er starfrækt síldarverksmiðja og í því
sambandi er talið nauðsynlegt að öll þjón-
usta við síldveiðibáta sé alhliða. Þess vegna
hefur mjólkurstöðin meiri skyldum að
gegna en að sjá þorpsbúum fyrir mjólk og
mjólkurvörum. Árið 1965 varð mjólkurinn-
legg 464.758 kg og þar af selt sem neyzlu-
mjólk 159.665 ltr.
Mjólkurstöðin
á Egilsstöðum
Bændur á Héraði stofnuðu smjörsamlag á
Eigilsstöðum árið 1952. Byggt var yfir starf-
ræksluna reisulegt hús. Árið 1959 lagðist
þessi starfræksla niður, en þess í stað var
stofnað mjólkursamlag á Héraði, náði það
til fleiri framleiðenda og nú var send mjólk
til Egilsstaða í staða rjóma. Mjólkursamlag-
ið tók á leigu af Kaupfélagi Héraðsbúa
smjörsamlagsbygginguna og hófst þar
mjólkurvinnslan árið 1956. Þarna er geril-
sneydd nýmjólk og rjómi, sem síðan er sent
niður á „firði“ eftir því sem færð og vegir
segja til um. Auk þess er þar framleitt skyr,
smjör og kasein. Árið 1965 var mjólkurinn-
legg 2.043.022 kg og þar af var selt sem
neyslumjólk 792.351 ltr.
Smjörsamlaginu og mjólkurstöðinni hef-
ur veitt forstöðu frá byrjun Svavar Stefáns-
son.
Mjólkurstöðin
í Neskaupstað
Árið 1959 stofnuðu bændur í Norðfirði
mjólkursamlag. Kaupfélagið Fram á Nes-
kaupsstað hefur séð um allan undirbúning
og síðan starfrækslu stöðvarinnar. Mjólkur-
stöðin er í nýju húsi og frágangur þess með
ágætum. Allt innvegið mjólkurmagn stöð-
varinnar hefur farið til neyzlu og hefur það
samt ekki hrokkið til á öllum árstímum.
Mjólkurvörur allar eru aðkeyptar.
Árið 1965 var innvegið mjólkurmagn
463.786 kg og var það allt selt sem neyzlu-
mjólk. Vinnsla var engin.
FREYR sendi tilmœli til allra mjólkurstöðva um að fó myndir til þess að birta með frósögnum
um tilveru þeirra. — Fré ofangreindum stöðvum hafa svör ekki borizt, þessvegna getum vér
hvorki sýnt stöðvar né stöðarstjóra hér á prenti, og upplýsingar þœr, sem ó þessari síðu
standa, eru fram dregnar ó óbyrgð ritstjórnar um hvað rétt er eða missagt kann að vera. Ritstj.