Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 49

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 49
FREYR 227 Mjólkurstöðiná Vopnafirði Á Vopnafirði var reist mjólkurstöð árið 1962. Að stöðinni stóð mjólkursamlag Kaup- félags Vopnafjarðar, en að þeim félagsskap stóðu bændur úr Vopnafirði. Kaupfélagið lét byggja myndarlega byggingu yfir starf- semina og voru þarna sameinuð í einni byggingu tvö önnur fyrirtæki kaupfélags- ins. í stöðina voru keyptar nýjar vélar til alhliða framleiðslu í sambandi við þá þjón- ustu sem stöðinni var ætlað að veita þorps- búum. Nýmjólk er gerilsneydd, framleiddur rjómi og búið til skyr og smjör. Á Vopna- firði er starfrækt síldarverksmiðja og í því sambandi er talið nauðsynlegt að öll þjón- usta við síldveiðibáta sé alhliða. Þess vegna hefur mjólkurstöðin meiri skyldum að gegna en að sjá þorpsbúum fyrir mjólk og mjólkurvörum. Árið 1965 varð mjólkurinn- legg 464.758 kg og þar af selt sem neyzlu- mjólk 159.665 ltr. Mjólkurstöðin á Egilsstöðum Bændur á Héraði stofnuðu smjörsamlag á Eigilsstöðum árið 1952. Byggt var yfir starf- ræksluna reisulegt hús. Árið 1959 lagðist þessi starfræksla niður, en þess í stað var stofnað mjólkursamlag á Héraði, náði það til fleiri framleiðenda og nú var send mjólk til Egilsstaða í staða rjóma. Mjólkursamlag- ið tók á leigu af Kaupfélagi Héraðsbúa smjörsamlagsbygginguna og hófst þar mjólkurvinnslan árið 1956. Þarna er geril- sneydd nýmjólk og rjómi, sem síðan er sent niður á „firði“ eftir því sem færð og vegir segja til um. Auk þess er þar framleitt skyr, smjör og kasein. Árið 1965 var mjólkurinn- legg 2.043.022 kg og þar af var selt sem neyslumjólk 792.351 ltr. Smjörsamlaginu og mjólkurstöðinni hef- ur veitt forstöðu frá byrjun Svavar Stefáns- son. Mjólkurstöðin í Neskaupstað Árið 1959 stofnuðu bændur í Norðfirði mjólkursamlag. Kaupfélagið Fram á Nes- kaupsstað hefur séð um allan undirbúning og síðan starfrækslu stöðvarinnar. Mjólkur- stöðin er í nýju húsi og frágangur þess með ágætum. Allt innvegið mjólkurmagn stöð- varinnar hefur farið til neyzlu og hefur það samt ekki hrokkið til á öllum árstímum. Mjólkurvörur allar eru aðkeyptar. Árið 1965 var innvegið mjólkurmagn 463.786 kg og var það allt selt sem neyzlu- mjólk. Vinnsla var engin. FREYR sendi tilmœli til allra mjólkurstöðva um að fó myndir til þess að birta með frósögnum um tilveru þeirra. — Fré ofangreindum stöðvum hafa svör ekki borizt, þessvegna getum vér hvorki sýnt stöðvar né stöðarstjóra hér á prenti, og upplýsingar þœr, sem ó þessari síðu standa, eru fram dregnar ó óbyrgð ritstjórnar um hvað rétt er eða missagt kann að vera. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.