Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 13

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 13
FREYR 191 að sala á brúsamjólk er bönnuð hér á landi samkvæmt reglugerð, nema hvað heil- brigðisnefnd á viðkomandi stað getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði. Mjólkurflöskur Þegar byrjað var á því að setja mjólk á flöskur þótti það mikil framför, en nú á síðastliðnum árum hefur hlutur mjólkur- flöskunnar farið minnkandi. Neytendur virðast ekki fella sig alls kostar við mjólkur- flöskuna og mjólkurbúin sýna ríka tilhneig- ingu í þá átt að hverfa frá mjólkurflöskunni. Þvottur flöskunnar, áfylling og dreifing er viðamikið og tímafrekt atriði og að mörgu leyti óhentugt í sambandi við nútíma dreif- ingarfyrirkomulag. Þó svo að hægt sé að segja að flaskan sé á afturleið sem umbúðir fyrir mjólk, er hún sem fyrr segir nær allsráðandi sem umbúðir fyrir mjólk í mörgum löndum, því er svo farið t. d. í Danmörku, Englandi og flestum löndum meginlandsins. I Bandaríkjum Ameríku er enn þá um það bil 35% af allri neyslumjólkinni seld á flöskum. Þeir aðilar, sem enn halda sig við flösku- dreifinguna, gera það af þeirri megin ástæðu, að hún er ódýrari en allar þær pappa og plastumbúðir, sem ennþá hafa komið fram. Vegna áhrifa birtunar geymist mjólk illa í glærum flöskum. Af þessum sökum hafa mörg mjólkurbú tekið upp þá nýjung að nota brúnar mjólkurflöskur í stað glærra. Þá hefur birtan ekki eins mikin eyðilegg- ingarmátt gagnvart mjólkinni. Pappaum- búðir varna mjólkinni einnig skemmdum gagnvart birtu og hefur það atriði ýtt undir fleiri með það að hefja pökkun á mjólk í pappaumbúðir. Pappa og plast mjólkurumbúðir Með vaxandi fjölda kjörbúða, samfara vax- andi kaupgetu almennings, aukast kröfur um það að allri matvöru verði pakkað inn í smekklegar neytendaumbúðir, sem bjóði upp á þægindi í innkaupum og á heimilum. Til þess að fullnægja þessum tveim megin óskum hafa mjólkurbúin farið æ meira inn á þá braut að pakka mjólkinni í einnota um- búðir. Þetta fyrirkomulag er dýrara, þar sem flestar umbúðir eru enn þá viðamiklar og dýrar. Kostnaðaratriðið stendur þessu dreifingarfyrirkomulagi hvað mest fyrir þrifum. En þrátt fyrir aukinn kostnað er lítill vafi talinn á því, að pappa eða plastpökkun á mjólk verður almennari í framtíðinni. Þegar talað er um kostnaðarauka 1 sam- bandi við pappaumbúðir almennt, ber að hafa það í huga, að töluvert vinnst á móti, þar sem áfylling, geymsla og öll dreifing pappamjólkur er léttari, einfaldari og ódýr- ar, ef miðað er við flöskudreifingu. Á tiltölulega fáum árum hafa mjög marg- ar tegundir af mjólkurumbúðum komið fram á markaðinum og eru eftirtaldar þær algengustu. Tetra Pak, framleiddar í Svíþjóð, plast- borinn, þykkur pappír, umbúðirnar koma á rúllu. Hyrnulögun. Stærðir á pökkum 1/10 —1/1 ltr. Umbúðir efnislitlar og því fremur ódýrar miðað við að nota einnota umbúðir. Lögun hyrnanna hefur löngum verið talinn ókostur og eins það atriði að einingar eru ekki stærri en 1 ltr. Pure Pak. Bandarískar að uppruna, plast- borinn pappi, umbúðirnar koma hálf tilbún- ar frá verksmiðju. Ferköntuð lögun. Stærð- ir á pökkum 1/10 —4/1 ltr. Þetta eru efnis- miklar og dýrar umbúðir, en þægileg lög- un og fjölbreytileiki á stærðum, hefur gert það að verkum, að vinsældir þessara um- búða eru miklar þar sem þær hafa verið reyndar erlendis. Pre Pak. Franskar að uppruna, plastfilma kemur á rúllu. Lögun á pökkum er poki. Stærðir eru 1/10 — 1/1 ltr. Þetta eru mjög efnislitlar umbúðir og einfaldar. Þar sem pokinn er óstöðugur á borði eru seldar sér- stakar plastkönnur, sem pokinn er hafður í, ef hann er borinn fram á borð. Aðal kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.