Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 31

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 31
FREYR 209 neytendum. Áherzla er lögð á þessi atriði í Svíþjóð. Stóra Bretland: Allt, er lýtur að mjólkurmálum þar í landi, er vel skipulagt. í stuttu máli er fram- kvæmdin slík, að mjólkurframleiðendur mynda félagsskap, sem spennir yfir allt landið. Þessi félagsskapur kaupir alla mjólk af bændum og þeir fá sama verð hvar sem er ílandinu. Aðal takmark þessa félagsskapar er síðan að fá sem hæst verð fyrir þá mjólk, sem keypt er af bændum. Þetta er framkvæmt í meginatriðum á þann hátt, að mjólkin er seld á frjálsum markaði ýmsum vinnslu- og dreifingarfyrir- tækjum. Þessi fyrirtæki eru flest öll í einka- eða hlutafélagseigu. Samt sem áður rekur mjólkurfélag bænd- anna einstök mjólkurbú og veitir einka- rekstrinum nauðsynlegt aðhald. , 10% af smjörneyzlu þjóðarinnar er fram- leitt í landinu, 90% er innflutt, aðallega frá Danmörku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Noregur: Mjólkurframleiðendur í Noregi hafa mynd- að með sér félagsskap „Samband Norskra mjólkurframleiðenda", sem er leiðandi afl í öllum framfaramálum mjólkurframleiðsl- unnar. Mjólkurframleiðendum er tryggt ákveðið grundvallarverð fyrir framleidda mjólk og gildir það jafnt um allt landið. Auk þess fá dala- og fjallabyggðir framleiðslustyrki, vegna erfiðra framleiðsluaðstæðna. Framleiðslukostnaður á flöskumjólk með 3.9% fitu, Oslo 1962 Til framleiðenda (á fjóshlaði)________ 66.9 aur. N/Itr. Flutningskostnaður frá framleiðanda _ 2.5 — — Kostnaður í innvigtunarstöð_____________ 3.8 — — Flutningskostnaður til Oslo_____________ 2.9 — — Kostnaður í Mjólkursamsölu ____________ 12.1 — — Flutningskostnaður til kaupmanna______ 5.1 — — Smásöluálagning ______________________ 9.0 — — Samtals 102.3 — — -f- Ríkisniðurgreiðsla______________ 30.8 — — Söluskattur_____________________ 8.0 — — Útsöluverð ____________________ 79.5 — — Á þennan hátt birtast útreikningar frá öllum löndum bæði er varðar nýmjólk, rjóma, smjör og osta. Gerður er ítrekaður samanburður og reynt að draga ályktanir. í heild fróðleg og athyglisverð skýrsla. Hajsteinn Kristinsson. TRELLEB0RG VATNSSLÖNGUR LOFTSLÖNGUR SOGBARKAR óvallt fyrirliggjandi Gunnar Ásgeirsson hf Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.