Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 37
FREYR
215
MJÓLKURSTÖÐVARNAR
Mjólkurstöðin í Reykjavík
Mjólkurstöðin í Reykjavík er í rauninni
samnefnari fyrir alla þá mjólk, sem notuð
er á neyzlusvæðinu vestan Hellisheiðar og
í öðru lagi þjónar hún sem tengiliður alls
þess svæðis, sem Mjólkursamsalan nær yfir.
Kjarninn, í þessari miðstöð mjólkurverzl-
unar í Reykjavík og nágrennis, var sprott-
inn af athöfnum fyrirrennara, sem höfðu
sömu hlutverk, og mjólkurframleiðendur
vestan fjalls stóðu þar að, fyrst í félagslegu
starfi Mjólkurfélags Reykjavíkur og síðan á
vegum Mj ólkursamlags Kjalarnesþings,
sem að sjálfsögðu flytja nú alla sína mjólk
til Mjólkurstöðvarinnar þótt hún hrökkvi
skammt sem neyzlumjólk umrædds svæðis
nú orðið. Til meðferðar á hennar vegum
kemur mjólk auk þess frá Selfossi, Akra-
nesi og Borgarnesi, og eru tölur yfir mjólk-
urmagn, sem frá þeim kemur, taldar í magni
stöðva á þessum stöðum. Innvegið magn í
Mjólkurstöðina í Reykjavík, af samlags-
svæði Kjalarnesþings, hefur ekki vaxið síð-
ari árin en framleiðendum þar fækkað.
Um mjólkurmagnið af samlagssvæðinu
þetta:
Árið 1955 5.952.540 kg
— 1964 6.116.786 —
— 1965 5.844.852 —
Stöðvarstjóri er Oddur Magnússon.
Oddur Magnússon
Mjólkurstöðin
í Reykjavík