Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 45
FREYR
223
Mj ólkurstöðin
á Sauðárkróki
Mjólkursamlag Skagfirðinga var stofnað
árið 1934. Samlagssvæðið nær yfir Skaga-
fjörð, mjólkurstöð þess var í upphafi stað-
sett á Sauðarkróki og hefur verið það síðan,
fyrst í litlum húsakynnum en ný mjólkur-
stöð var reist sunnan við kaupstaðinn, hún
tók til starfa árið 1951 og starfar nú þar.
Markaðsskilyrði fyrir neyzlumjólk eru
mjög takmörkuð á staðnum en utan héraðs-
ins hefir stöðin haft mjólkursölu á Siglu-
firði.
Með mjög ört vaxandi mjólkurfram-
leiðslu í héraðinu hefur sú staðreynd við
blasað í vaxandi mæli, að meginmagn
mjólkurinnar hefur hlotið að fara til osta- og
smjörgerðar.
Með vaxandi sölutregðu á þessum afurð-
um hefur Mjólkursamlaginu færst á hendur
sá vandi, sem því fylgir eðlilega, að liggja
með miklar birgðir, þurfa að varðveita þær
langtímum saman og fá ekki inn í rekstur-
inn andvirði þeirra, en slíkt leiðir eðlilega
til ógreiðari athafna þegar fjármagn er
þannig rígbundið langtímum saman.
Skyldur þær, sem Mjólkurstöðin hefur að
leysa gagnvart mjólkurframleiðendum,
verða ekki auðleystar við svona kringum-
stæður, og þótt mjólkuriðnaðarvörurnar
séu í upphafi svo góðar, sem allar aðstæður
Sólberg
Þorsteinsson
leyfa og skilyrðin móta, þá er langvinn
geymsla þeirra aldrei til bóta og vörurýrnun
alltaf óumflýjanleg.
Skagafjörður er vel íallinn til mjólkur-
framleiðslu en markaðsleysi hefur tilfinn-
anleg áhrif á hagrænan árangur starfsem-
innar og er raunar þröskuldur á vegi eðli-
legrar þróunnar.
Magn mjólkur, sem stöðin hefur tekið á
móti, hefur reynzt sem hér segir:
Árið 1946 1.311.237 kg
— 1964 6.475.369 —
— 1965 7.067.441 —
Stöðvarstjóri á Sauðarkróki er Sólberg
Þorsteinsson.