Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 24
202
FREYR
kostar hver þeirra 80-90 þúsund krónur
danskar eða á sjötta hundrað þúsund ís-
lenzkar.
Flest íslenzk mjólkurbú - ef ekki öll - hafa
keypt eitthvað af búnaði sínum hjá þessari
verksmiðju. Mikið er flutt til annarra landa
af framleiðslu verksmiðjunnar og fengum
við þær upplýsingar, að mörg lönd heims
hefðu keypt meira eða minna af þessu fyrir-
tæki og notið tæknilera leiðbeininga hjá
tæknifræðingum fyrirtækisins, við upp-
byggingu mjólkuriðnaðar.
Þegar við skoðuðum verksmiðjuna var
verið að smíða vélar og tæki, sem áttu að
fara til Póllands og okkur var sagt, að þá
lægju fyrir pantanir, sem mundi taka 10
mánuði að afgreiða.
Verksmiðjan heldur uppi mikilli tilrauna-
og rannsóknastarfsemi, til endurbóta á
framleiðslunni. Það nýjasta var gerilsneyð-
ingarvél, sem tappaði mjólkinni beint á
flöskurnar og talið var öruggt að geyma
mjólkina þannig svo vikum skipti. Ekki var
þó búið að leyfa notkun slíkrar vélar í Dan-
mörku.
Allar vélar og tæki, sem mjólk rennur um,
eru smíðuð úr ryðfríu stáli, en stálið er
sænskt. Mjólkurmælar, á mjólkurtankana,
eru og smíðaðir þarna og okkur sagt, að
nákvæmni þeirra sé svo mikil, að þeir mæli
1/100 úr lítra.
Þegar við höfðum skoðað verksmiðjuna
og starfsemi hennar, sagði verkfræðingur
sá, er leiðbeindi okkur, að fyrirhugað væri
að endurbyggja hana og land til þess væri
þegar keypt annarsstaðar, því að of þröngt
er orðið á gamla svæðinu við núverandi að-
stæður, en verkefnin hlaðazt upp, þar eð
bændur vilja nú endurbyggja mjólkurbúin
og flytja alla mjólk í tankbílum frá heimil-
inum, en það fyrirkomulag sparar þeim
milkla fyrirhöfn og erfiði, auk þess sem það
verður í reyndinni eitthvað ódýrara en
gamla starfsaðferðin. Vandamálið, í sam-
bandi við breytinguna, væri fyrst og fremst
fjárhagslegs eðlis, en afskriftir á gömlu
mjólkurbúnum hefðu á undanförnum árum
yfirleitt verið allt of litlar.
* * *
Á undanförnum árum höfum við - ísl-
enzkir bændur - verið að tileinka okkur
margvíslega tækni við störf okkar. Þetta
hefur gert okkur mögulegt að auka fram-
leiðsluna með hverju ári þrátt fyrir það, að
íólkinu hefur fækkað, sem að landbúnaði
vinnur. Þessi þróun mun eflaust halda
áfram á næstu árum.
Við eigum eftir að endurbæta mjólkur-
flutningakerfi okkar.Sú endurbót verður
eflaust gerð eftir því sem aðstæður leyfa.
Margt fleira í landbúnaði okkar þarf end-
urbóta við, en sé litið í íslenzkan og danskan
landbúnað í heild, virðist mér að vandamál-
in séu ótrúlega lík og ættum við að geta
tekið Dani til fyrirmyndar í ýmsu, og þá
líka í kerfum mjólkurflutninga.
Þarna er miólkurbílstjórinn að dœla úr heimilistanknum,
upp í mjólkurbílinn.