Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 57
FREYR
235
lifir oft yfir veturinn og gef-
ur þá góða uppskeru í tvö
sumur. Fjölæra rýgresið er
seinna til og getur þá brugð-
ið til beggja vona með upp-
skeru sáningar árið. En hér á
landi, er ekki óalgengt, að
það lifi í 2—t ár í sáðslétt-
unum. í grasfræblöndum, sem
sáð er í skrúðgarða, er oft
haft um 70% af fræi, af fjöl-
æru rýgresi, það getur Iifað í
fjölda mörg ár í grasblettum
heim við hús, en með árun-
um hverfur það úr grasflöt-
inni, en aðrar tegundir verða
ríkjandi, eins og t. d. tún-
vingull. Trúlegt er að vinn-
ingur væri fyrir bændiu' að
blanda saman við venjulegar
grasfræblöndur fræi af rý-
gresi, einnig getur verið stór
hagnaður af því að sá fræi af
rýgresi með fóðurkálsfræi. Ef
ætlunin er að sá grasfræ-
blöndu í einn hektara, þá er
hæfilegt sáðmagn af A eða V
blöndu 20 kg til viðbótar er
rétt að sá um 15 kg af fræi
af einæru rýgresi, ef snemma
er hægt að sá (10. maí—10.
júní). Ef seinna er sáð er
hagnaður ekki öruggur, en þá
væri líkur fyrir að vinning-
ur væri að sá fræi með af
fjölæru rýgresi, sem gæfi þá
góða uppskeru sumarið eftir.
Ekki þarf rýgresið að gefa
marga hestburði í uppskeru-
auka því fræið er ódýrt, kost-
ar það frá 15—30 kr. hvert
kg. Ef fræi af einæru rýgresi
er sáð með fóðurkálsfræi, þá
er hæfilegt sáðmagn um 20
kg á ha. Rýgresi heldur áfram
að spretta langt fram á haust,
ef tíð helzt þolanleg og er
grænt og gróskumikið þótt
það frjósi.
í vor mun verða flutt inn
smávegis af fræi af tetraplo-
idu rýgresi, en ræktun þess
hefur aukizt hröðum skrefum
nú síðustu tvö árin í N.-Nor-
egi og Svíþjóð.
VEIBlBfENDUR
SPORTVEIBÍMENN
LIGHTWIN
3ja ha. hreyfill, mjög létturog
þægilegur. Tilvalinn á grunn-
um vötnum. Verð kr. 8182,00
Höfum einnig fyrir sport-
veiðimanninn ANGLER 5,
sem er 5 hö., léttur en kraft-
mikill. Verð kr. 12.308,00
SPORTWIN 91/2 hö.
Kraftmikill, hljóðlítill og
léttur miðað við orku.
Sérstaklega spameytinn og
þægilegur í meðförum.
Verð kr. 19.861,00
Evinrude utanborðshreyflarnir hafa verið framleiddir
samfleytt í 59 ár — einkunnarorðin eru og hafa verið
NÁKVÆMNI og KRAFTUR.
Þér fáið það bezta út úr bátnum, því að það bezta
Tiefur verið lagt í hreyfilinn.
OO&GJ
LAUGAVEGI 178 SÍMÍ 38000
LIGHTWIN 3
EEE VINRUDE
UTAN BORDS HREYFLAR