Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 20

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 20
198 FREYR Svona er umhorfs í mjólkurhúsi, vatnskœling og tankur. Veggir og loft er einangrað með gosull, en gluggakarmar eru úr plasti. 1 öðrum enda fjóssins eru tvær gryfjur, önnur fyrir rófur en hin fyrir vothey. Þangað var kúnum sjálfum ætlað að sækja sinn votheys- skammt. í hinum enda fjóssins er mjólkurhús og mjaltaklefi. Mjaltamaðurinn stendur niðri í gryfju meðan hann vinnur að mjöltum, þar stendur hann meðan hann þvær júgrin á kúnum og gerir það starfið auðveldara en annars. Þrjár kýr eru mjólkaðar í einu og aðrar þrjár búnar undir mjaltirnar á meðan. Rist er í gólfi mjaltaklefans og þar fellur mykja niður um. Kraftfóður, sem kúnum er gefið, kemur um rennu niður í fóðurskálar í mjaltaklef- anum og þar fá kýrnar sinn fóðurbæti, eftir þörfum og nythæð þeirra. I fjósinu er vatns- þró, sem allar kýr hafa aðgang að. Þetta fjós er um 11 m á breidd og 49 m á lengd, að meðtöldum þeim byggingum, sem þegar er getið. Byggingin öll kostaði um 100.000 danskar krónur eða sem svarar 626 þúsund íslenzk- um krónum. Lán, sem bóndi fékk út á byggingu þessa, nam um 500 þúsund íslenzkum krónum. Var það til 18 ára með 7% vöxtum. Það fyrirkomulag er um afskriftir gripa- húsa í Danmörku, að heimilt er á fyrsta ári að afskrifa byggingarkostnað niður í fast- eignamat, síðan kemur fasteignamatið, sem fundið er með því að taka meðaltal bygg- ingarvísitölu síðustu 5 ára, en síðan eru afskriftir af fasteignamatsverði samkvæmt lögum, og er þetta fyrirkomulag á eðlilegan hátt fært á rekstursreikning búanna. í sambandi við byggingu hins nýja fjóss hafði bóndi fært mjólkurbúnað til nýtízku- sniðs. Úr mjaltaklefa fór mjólkin beint í mjólkurker í mjólkurhúsi. Þegar við kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.