Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 20
198
FREYR
Svona er umhorfs í mjólkurhúsi, vatnskœling og tankur.
Veggir og loft er einangrað með gosull, en
gluggakarmar eru úr plasti. 1 öðrum enda
fjóssins eru tvær gryfjur, önnur fyrir rófur
en hin fyrir vothey. Þangað var kúnum
sjálfum ætlað að sækja sinn votheys-
skammt.
í hinum enda fjóssins er mjólkurhús og
mjaltaklefi. Mjaltamaðurinn stendur niðri
í gryfju meðan hann vinnur að mjöltum, þar
stendur hann meðan hann þvær júgrin á
kúnum og gerir það starfið auðveldara en
annars. Þrjár kýr eru mjólkaðar í einu og
aðrar þrjár búnar undir mjaltirnar á meðan.
Rist er í gólfi mjaltaklefans og þar fellur
mykja niður um.
Kraftfóður, sem kúnum er gefið, kemur
um rennu niður í fóðurskálar í mjaltaklef-
anum og þar fá kýrnar sinn fóðurbæti, eftir
þörfum og nythæð þeirra. I fjósinu er vatns-
þró, sem allar kýr hafa aðgang að. Þetta fjós
er um 11 m á breidd og 49 m á lengd, að
meðtöldum þeim byggingum, sem þegar er
getið.
Byggingin öll kostaði um 100.000 danskar
krónur eða sem svarar 626 þúsund íslenzk-
um krónum.
Lán, sem bóndi fékk út á byggingu þessa,
nam um 500 þúsund íslenzkum krónum. Var
það til 18 ára með 7% vöxtum.
Það fyrirkomulag er um afskriftir gripa-
húsa í Danmörku, að heimilt er á fyrsta ári
að afskrifa byggingarkostnað niður í fast-
eignamat, síðan kemur fasteignamatið, sem
fundið er með því að taka meðaltal bygg-
ingarvísitölu síðustu 5 ára, en síðan eru
afskriftir af fasteignamatsverði samkvæmt
lögum, og er þetta fyrirkomulag á eðlilegan
hátt fært á rekstursreikning búanna.
í sambandi við byggingu hins nýja fjóss
hafði bóndi fært mjólkurbúnað til nýtízku-
sniðs. Úr mjaltaklefa fór mjólkin beint í
mjólkurker í mjólkurhúsi. Þegar við kom-