Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 32
210
FREYR
HAFSTEINN KRISTINSSON:
Heimilismjólkurtankar
Ný aðferð við flutning mjólkur frá bændum
til mjólkurbúanna er um þessar mundir að
ryðja sér til rúms erlendis. Þar sem þessi
aðferð er notuð, hverfa mjólkurbrúsarnir,
en í þeirra stað koma mjólkurtankar á hvern
framleiðslustað. Mjólkin er þá kæld, strax
að loknum mjöltum, í mjólkurtanknum með
rafmagnskælivél. Kælivélin heldur síðan
mjólkinni við það hitastig, sem hún geymist
bezt við. Geymsluhitastigið er oftast 3—4
stig. Við þetta lága hitastig getur mjólkin
auðveldlega geymzt í 2—3 daga, enda er þá
mjólkin ekki sótt nema annan hvern dag.
Mjólkin er flutt frá framleiðandanum með
tankbíl. Fullur hagnaður fæst ekki með
þessari aðferð, nema hagað sé þannig til, að
mjólkurtankurinn standi í mjólkurhúsinu
og mjólkurtankbíllinn geti síðan dælt
mjólkinni beint úr heimilistanknum. Ef
byggja á framkvæmdina upp á þann hátt,
að heimilistankurinn verði fluttur í veg fyr-
ir tankbílinn, dregur að miklum mun úr
þeim hagnaði, sem bóndinn á að hafa af
þessu. Augljósasti hagnaður mjólkurfram-
leiðandans er sá að vera laus við allt amstur
Hafsteinn Kristinsson
í sambandi við mjólkina, þegar hún er kom-
in í mjólkurtankinn.
Þegar kerfið er byggt upp í sinni full-
komnustu mynd, hefur það augljósa og
áberandi kosti fram yfir hið gamla flutn-
ingafyrirkomulag, þar sem mjólkurbrúsar
eru notaðir.
Vinna mjólkurframleiðandans verður
minni, auðveldari og léttari. Þetta gildir,
þegar mjólkurtankbíllinn getur ekið heim
að mjólkurhúsinu. Bóndinn er þá laus við
alla vinnu í sambandi við mjólkina frá þeirri
stundu, þegar mjólkin er komin í heimilis-
tankinn. En ef bóndinn verður að flytja
tankinn í veg fyrir bílinn á einhverjum
ákveðnum tíma, fellur veigamikið hagræð-
ingaratriði í burtu.
Gœði mjólkurinnar verða meiri. Byggist
það nær eingöngu á því, að kæling mjólk-