Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1966, Page 18

Freyr - 15.04.1966, Page 18
196 FREYR bent á, að nýjustu ákvæði í reglugerð um mjólk og mjólkurvörur mæla svo fyrir að 3. og 4. flokks mjólk skuli endursend til framleiðanda hennar. Hér skal einnig á það bent að fúkkalyf mega ekki finnast í mjólk, þau spilla mjólk- inni til vinnslu á öllum mjólkurafurðum og eru beinlínis skaðleg til neyzlu öllum þeim, sem hafa ofnæmi fyrir slíkum lyfjum. Af framanskráðu vona ég að eftirfarandi atriði séu ljós öllum þorra mjólkurframleið- enda: 1. Við höfum líkt og aðrar þjóðir við veru- legt júgurbólguvandamál að stríða, sem veldur bændastétt landsins veru- legu fjárhagslegu tjóni árlega í rýrari afurðum og slátrun kúa með ólæknandi júgurbólgu. 2. Við erum enn í dag á algjöru frumstigi í baráttunni við júgurbólguna og verð- ur ekki öllu lengur hægt að una við það ástand óbreytt. 3. Nauðsynlegt er að hefjast handa sem fyrst, og skipuleggja kerfisbundna leit að júgurbólgu á öllum helztu mjólkur- framleiðslusvæðum landsins. 4. Til þess að það megi takast þarf að koma á fót vel búnum rannsóknarstof- um, sem geta tekið mjólkursýnishorn til skilgreiningar á júgurbólgugerlum og athugunar á næmi þeirra gegn beztu þekktu lyfjum. Það er allsstaðar talið frumskilyrði fyrir því að hægt sé að sigrast á júgurbólgunni eða halda henni í skefjum. Lokaorð Vísir að slíkri gerlagreiningu og aðstoð við bændur er þegar komin á, á Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, en þar eru ekki enn skilyrði til umræddrar kerfisbundinnar leit- ar að júgurbólgu hjá öllum mjólkurinn- leggjendum. Mjólkursamsalan í Reykjavík hefir nú varið tilsverðu fjármagni til þess að inn- rétta og fullbúa rannsóknarstofu til slíkra starfa og standa vonir til, að skipulögð leit að júgurbólgu geti hafist þar á næstunni, sem vonir standa til að geti náð yfir fram- leiðslu- og sölusvæði hennar. Slíkar rannsóknarstofur eru dýrar í upp- byggingu og rekstri. En á það skal bent, að hjá þróuðum landbúnaðarþjóðum er það talið óhjákvæmilegt að spara hvorki erfiði né tilkostnað í þessu skyni. Hjá þeim hefir mikill árangur náðst og störf rannsóknarstofanna verið hin nauð- synlega aðstoð dýralækna og bænda í bar- áttu þeirra gegn júgurbólgu í kúm. Forráðamenn landbúnaðarins þurfa sem fyrst að athuga hvaða stuðning slík skipu- lögð herferð gegn þessum smitnæma og út- breidda búfjárkvilla má vænta frá stjórnar- völdunum. Erlendis, t.d. í Danmörku, eru slíkar rann- sóknarstofur reknar af almannafé og gilda þar strangar reglur um meðferð slíkra mála t. d. ýmis skilyrði, sem mjólkurframleið- endur verða að uppfylla til þess að verða slíkrar aðstoðar aðnjótandi. í Svíþjóð eru slíkar rannsóknarstofur reknar af búnaðarsamtökum, sem fá ákveð- inn ríkisstyrk á hvert rannsakað mjólkur- sýnishorn. rrsrrrsrNrrsrrsrrrrsrrsrsrrsrrrrrrrrrrsrrsrsrrrrrrrrrrr HELOSAN - smyrsli á spena Undanfarin ár hafa Svíar framleitt Helosan- smyrsli, sem er sótthreinsandi og græðir sár á spenum. Einnig nota Svíar þetta smyrsl sem hand- áburð og það gefist vel þannig. Guðbjörn Guðjónsson, Laufásvegi 17 hef- ur flutt inn til reynslu smávegis af þessu smyrsli, er það í 500 g. plastdósum og 100 g. túpum. rrrsrrsrsrrrsrrsrrsrrsrrsrrr'rsrrsrrrrrsrrrrrrrrrrrrrrr

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.