Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Síða 7

Freyr - 15.01.1982, Síða 7
Ráðstefna um veiðimál Dagana 24. og 25. apríl 1981 efndu Búnaðarfé- lag Islands, Landssamband veiðifélaga, Veiði- málanefnd og Veiðimálastofnun til ráðstefnu í Bændahöllinni unt veiðimál. í undirbúnings- nefnd fyrir ráðstefnuna voru Árni G. Pétursson, hlunnindaráðunauturfrá Búnaðarfélagi íslands, Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Landssam- bands veiðifélaga, Árni Jónasson, formaður Veiðimálanefndar og Árni ísaksson frá Veiði- málastofnun. Til ráðstefnunnar var boðið einum hér- aðsráðunauti frá hverju búnaðarsambandi, fulltrúum veiðifélaga, fiskeldisstöðva og Landssambands stangveiðifélaga og ráðunaut- um Búnaðarfélags íslands. Dagskrá ráðstefnunnar var eftirfarandi: 24. apríl kl. 9.00 — 12.30. Fiskeldi 1. Ávarp og setning: Jónas Jónsson. 2. Framþróun laxeldismála: Árni ísaksson 3. Varmahagur og efnabúskapur Ólafsfjarð- arvatns: Unnsteinn Stefánsson. 4. Strandkvíaeldi: Sigurður St. Helgason. 5. Sjúkdómar í íslenskum eldisfiski og smit- varnir: Sigurður Helgason. (Féll niður vegna forfalla framsögumanns). 24. apríl kl. 14.00— 18.00. Fiskrækt og veiðar 6. Nýting ófiskgengra árhluta til laxfram- leiðslu: Teitur Arnlaugsson. 7. Breytt viðhorf í veiðimálum: Ari Teitsson. 8. Veiðarfæratilraunir með silung: Jón Krist- jánsson. 9. Silungur — hlunnindi og söluvara: Árni G. Pétursson. 25. apríl kl. 9.00— 12.30. Félagsmál 10. Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar: Þór Guðjónsson. 11. Uppbygging og starf veiðifélaga: Einar Hannesson. 12. Rekstur veiðifélaga: Böðvar Sigvaldason. 13. Frá Landssambandi stangveiðimanna: a) Tilgangur og störf, b) Stangveiði og gildi hennar fyrir manninn: Hákon Jóhannsson. 14. Útibú Veiðimálastofnunar í Borgarnesi: Þórir Dan Jónsson. 25. apríl kl. 14.00 — 18.00. Á víð og dreif. 15. Úthafsveiðar á laxi: Þór Guðjónsson. 16. Veiðihlunnindi og hefðbundinn landbún- aður: Bjarni Arason. 17. Frá veiði- og fiskræktarráði Reykjavíkur- borgar: Jakob V. Hafstein. 18. Frá Landssambandi fiskeldis- og haf- beitarstöðva: Jón Sveinsson. Hér á eftir eru birt framsöguerindi á ráðstefn- unni, þau sem blaðinu bárust og útdrættir úr flestum öðrum erindanna. Einnigfylgir útdrátt- ur úr umræðum, en hann rituðu þeir Júlíus .1. Dan- íelsson og Matthías Eggertsson. Eins og sjá má hér að framan skiptist ráðstefnan í fjóra áfanga og voru umræður gefnar frjálsar eftir hvern þeirra. Röð framsöguerinda í blaðinu er hin sama og á ráðstefnunni og eru útdrættir úr um- ræðum felldir inn í blaðinu milli framsöguerinda þar sem að þeim kemur. freyr — 47

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.