Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 9

Freyr - 15.01.1982, Side 9
A ðlögunarkvíar fyrir gönguseiði í Súgandafirði. Helstu aðferðir. Þegar rætt er um laxeldi sem fram- tíðaratvinnugrein ber ekki síst að hafa það í huga hvort viðkomandi eldisaðferð bjóði upp á stórfellda framleiðslu á laxi til útflutnings á arðvænlegan hátt. Framleiðsla á laxi til manneldis hér á landi hlýtur að byggja á útflutningi á verulegu magni (þúsundum tonna) og við þurfum að læra hvernig landsins gæði verða best nýtt til að ná þessu marki. Á mynd 1 eru sýndar helstu lax- eldisaðferðir sem til greina koma. Jafnframt er bent á líklega staði og helstu þætti sem takmarka fram- leiðslu. Af þeim fjórum aðferöum sem sýndar eru í myndinni hafa strandkvíaeldi og hafbeit mesta möguleika á frekari þróun ásamt blöndu af strand- og sjókvíaeldi. Sjókvíaeldi að norskri fyrirmynd er mögulegt á örfáum stöðum á landinu og stendur sennilega ekki undir stórfelldri framleiðslu ef undan er skilinn verulegur árangur 1 Lóni í Kelduhverfi, sem þó hefur þá sérstöðu að vera að mestu ferskvatnsaðstaða. Strandkvíaeldi sem byggir á dælingu á tempruðum eða upphituðum sjó í þrær á landi er vænlegt til árangurs en er all- orkukrefjandi í formi raforku til dælingar og jarðvarma til upphit- unar á sjó. Stórbúskapur á þessu sviði á því erfitt uppdráttar. Haf- beitin byggir á því að sleppa gönguseiðum í sjó og notfæra sér ratvísi laxins og taka hann við endurkomu í sleppiána eða eldis- stöðina. Pessi aðferð er eingöngu orkukrefjandi á seiðastiginu og uýtir forðabúr hafsins til vaxtar og viðhalds laxinum upp í 2—5 kg. Veruleg orka tapast í hafinu, þar sem 85—95% gönguseiðanna drepast, en þetta er samt sú aðferð sem líklegust er til að geta orðið að stórbúskap, og veruleg aukning verður í hagkvæmninni eftir því sem framleiðslan eykst, eins og síðar verður vikið að. Forðast ber þá hugsanaskekkju að álíta að aðeins ein áðurnefndra aðferða eigi rétt á sér. Allar að- ferðirnar þurfa að þróast samtímis, því að mismunandi staðir henta fyrir mismunandi eldisaðferðir. Blandaðar aðferðir geta oft gefið góða raun og má þar benda á blöndu af strandkvía- og sjókvía- eldi þar sem laxinn er hafður í sjókvíum á síðari stigum sem spar- ar mikla orku og stóreykur hag- kvæmni. Gönguseiði úr eldis- stöðvum vaxa mjög misvel og sum henta vel í kvíaeldi en önnur eru eingöngu nothæf í hafbeit. Hvers vegna stórbúskapur? Eins og áður hefur verið bent á er líklegast að hafbeit geti staðið undir stórfelldri framleiðslu á laxi hér á landi. Hún notar eingöngu innlenda orkugjafa á seiðastiginu en lætur sjóinn sjá um framfæri laxins á síðari stigum. Rétt er að benda á að allt laxeldi á íslandi væri óhugsandi, ef við hefðum ekki jarðhita til upphitunar á eldisvatni. Víða erlendis er 10—15°C upp- sprettuvatn notað til laxeldis, og seiðin þrífast vel við það hitastig. Hér á landi er sambærilegt lindar- vatn 4°C og þarfnast því upphitun- ar um 8—10°C. Orka til þessa liggur ekki á lausu, einkum í ná- grenni þéttbýlis og hitaorka landsmanna er mun takmarkaðri en margir halda. Það er því nauð- synlegt að gjörnýta þá staði sem aðgengilegir eru fyrir laxeldi og hafa eins mikla seiðaframleiðslu og hægt er til að lækka einingar- verð á laxaseiði en á því byggir hagkvæmni í hafbeit. í mynd 2 er borin saman fjár- hagsleg afkoma tveggja haf- beitarstöðva. Annars vegar stöð með 200 þúsund gönguseiða framleiðslu, hins vegar eina mill- jón seiða. Línuritið byggir á upp- lýsingum Benedikts Andréssonar frá 1978 og allar verðtölur eru því úreltar. í línuritinu kemur fram, eins og brotalínurnar sýna, að stöð sem framleiðir 200 þúsund seiði fær ekki hagnað fyrr en við 7% heimtur, en milljón seiða stöð byrjar að hagnast við 3,5%. Það gefur auga leið að slík stöð getur einnig selt ódýrari seiði til fisk- ræktar til bænda. Tölurnar á mynd 2 byggja á því að 90% af laxinum skili sér eftir eitt ár í sjó, sem er venjulegur ferill eldisseiða á suð- vesturhluta landsins. Ýmislegt bendir til að hlutfall eldri laxa yrði FREYR — 49

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.