Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Síða 11

Freyr - 15.01.1982, Síða 11
Súgandafjöröur •: ELDISSTÖÐVAR O: SLEPPISTÖÐVAR Starfandi seiðaeldisstöðvar vorið 1981 ásamt álitlegum sleppistöðvum sem nýta mœtti til hafbeitarnœstu 5 árin. Stóru hringirnir gefa til kynna að sennilega sé óhœtt að flytja stofna œltaða innan svœðisins til allra sleppistöðva innan sama svœðis og fá viðunandi árangur. Flutningur milli svæða innan mismunandi hringa er óráðlegur. mestu óplægður akur hvað hafbeit varðar. Niðurstöður. Til viðbótar örfáum stöðum þar sem sjókvíaeldi er mögulegt (mynd 1) er ljóst að strandkvíaeldi og hafbeit eru þær aðferðir sem helst koma til greina í laxafram- leiðslu hérlendis og má búast við að báðar séu hagkvæmar meðan laxverð er hagstætt. Lausleg at- hugun hefur leitt í ljós að orkuþörf beggja aðferðanna miðað við framleiðslu á 1500 tonnum af laxi er sambærileg eða um 250 mill- jónir kílówattstunda á ári. Var þá miðað við 5% heimtur í hafbeit sem er hóflega reiknað og upp- hitun á eldissjó um 5°C hálft árið í strandkvíunum. Með aukinni heimtu í hafbeitinni eykst hag- kvæmni hennar hröðum skrefum og hefur við 10% heimtur náð 3000 tonna framleiðslu án aukn- ingar í orkuþörf. Sambærileg aukning í strandkvíaeldi krefðist tvöföldunar á orkunotkun, 75 þúsund rúmmetra til viðbótar í steyptum eldiskerjum, auk 10 þúsund tonna af fersku fóðri handa eldislaxinum. Samkvæmt þessu bendir allt til þess að stórfelld framleiðsla á laxi, í líkingu við það sem gerist í Noregi, verði með hafbeit. A það hefur oft verið bent að þessi aðferð Umræður og útdrættir Frh. af bls. 85 Hákon Jóhannsson svaraði Ara Teitssyni og kvað gjarnan mætti gefa stangveiðimönnum tækifæri til að veiða á betri veiðidögum. Hann minnti líka á upplýsingar um möguleika á ræktun ólaxgengra áa og að auka mætti laxveiði um 30—40 þúsund laxa á næstu árum með þessu móti. er ntjög orkusparandi og skyn- samleg í sveltandi heimi og æ fleiri þjóðir velta fyrir sér framkvæmd- um á þessu sviði þótt fæstar hafi þá möguleika sem við eigum. Alvar- legasta vandamálið sem við blasir er aukning í úthafsveiðum á laxi og ber að leggja kapp á að stemma stigu við slíkum veiðum hvarvetna í Norður-Atlantshafi. Séu þessi mál farsællega til lykta leidd þurf- um við engu að kvíða. Hákon benti á að erlendum veiðimönnum væri hælt ef þeir veiddu vel, en ef Islendingar veiddu mikið væri það ill meðferð á ánum. Þorsteinn Þorsteinsson svaraði Árna G. Péturssyni og kvað starf- semi veiðifélaga hingað til hafa verið bendlaða við sósíalisma fremur en kapitalisma, með heft- ingu á frelsi einstakra veiðiréttar- eigenda. FREYR — 51

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.