Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Síða 14

Freyr - 15.01.1982, Síða 14
Áœtlud vaxtarkúrfa lax við ItFCogSS O/OOsellu. örvarnarsyna raungiídiúrtilrauninni 1979—1980. 2a' Upphafsþyngd. 2b: Heildarmeðalþyngd eftir 210 daga. 2 c Medalþyngd 40% fiska eftir 210 daga. hefur verið lýst. Seltustigs- breytingarnar í þessari tilraun virðast hafa gert meira en að vega upp á móti neikvæðum áhrifum lægra hitastigs. Telja má líklegt að enn meiri vöxtur fengist, ef kontið væri í veg fyrir vindkælingu, og hitastigi þannig í raun haldið stöðugu í 10° allt árið. Vaxtarfor- spáin frá 1977 verður því að teljast í varfærnara lagi. Ljóst er, að of lítið magn hefur verið gefið af huntarskel í of skamntan tíma til að fiskurinn næði eðlilegunt lit á hold. Fóðurnýting reyndist mun betri en áætlað hafði verið, því að al- mennt er reiknað með að 5—7 kg af loðnu þurfi fyrir hvert kg af laxi í flotkvíaeldi þar með taldar fóður- leifar, sem sökkva til botns gegn- um möskva nótarinnar. í strand- kvíum tekur fiskurinn einnig loðnu af botninum jafnvel nokkrum klukkutímum eftir að hún hefur verið gefin, þannig að minna fóður fer til spillis. Nú eru í gangi til- raunir til að kanna hvort seltu- stigsbreytingar hafi áhrif á raun- verulega fóðurnvtingu. Benda má á neikvæð áhrif þess að hafa misstóra fiska í sama keri vegna harðari samkeppni um fóðrið, sem leiðir óhjákvæmilega til hægari vaxtar hjá minni fisk- ununt. Úr þessu má bæta með grisjun. Áður hefur verið rætt um ókosti þess að hafa ker undir beru lofti vegna vindkælingar, en margt fleira kom í ljós, sem ýtir stoðum undir þá skoðun, að nauðsynlegt sé að hafa strandkvíar undir þaki. Þörungagró bárust í kerið rneð vindi og gerðu hreinsun alltof tímafreka. Erfitt er að korna við aukinni sjálfvirkni undir beru lofti. Stjórnun lýsingar er nær útilokuð, en mjög mætti lengja fóðrun- artíma í skammdeginu með lýs- ingu. Einnig má nefna að vinnu- aðstaða fyrir menn er mjög ókræsileg og gegningar kaldsamar í vetrarveðrum. Reyndar liggur í augum uppi, að þar sem leitast er við að hafa stjórnun á þáttum eins og hitastigi, þarf að vinna á móti sveiflum í veðurfari, og það er 54 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.