Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 16

Freyr - 15.01.1982, Side 16
inn. Leitast verður við að hagnýta í eldinu ýmsar þær upplýsingar, sem fengust úrtilrauninni 1979—80 og halda áfram þeim þróunarrann- sóknum, sem þá voru hafnar. Má vænta þess, að í árslok 1982 liggi fyrir raunhæfar tölur um hag- kvæmni slíkrar rekstrareiningar. Úr nýgerðri borholu að Húsatóft- um fæst nú 10° ferskvatn og ráðgert er að bora á næstunni 100—300 m djúpa holu, en á því dýpi telja jarðfræðingar að búast megi við 15°—17° jarðsjó. Gefst þá tækifæri til að sannreyna þá tilgátu, að hægt sé að fá fram 200 g i ---- Umræður og útdrættir Unnsteinn Stefánsson, haffræð- ingur, flutti erindi og nefndist það: „Varmahagur og efnabúskapur Ólafsfjarðarvatns“. í erindinu kom fram að þeir Björn Jóhannesson og hann hafa .rannsakað vatnið síðan 1978 og hefur m. a. komið í ljós að efstu 2,5 metrar vatnsins eru ferskt vatn, en þar fyrir neðan er það salt. Ferska vatnið úr ánni flýtur ofan á því salta til sjávar og blöndun er tiltölulega lítil. Hitamæling í ágúst 1980 sýndi að hitinn í salta laginu var 20 stig og helmingi minni í því ferska. í desember var hitastigið í salta vatninu á4 m dýpi um 10 stig, en þá var vatnið ísilagt. I apríl, 1981 var salta vatnið 8 stiga heitt og ísinn enn á vatninu. Skýringin á vatnshitanum er e. t. v. sú að salta vatnið tekur betur við sólarhita en ferska vatnið. Árni Jónasson spurði Árna ís- aksson hvort sá hluti íslands þar sem Golfstraumurinn kemur til landsinsþ. e. Suðvesturland, hefur verið rannsakaður með tilliti til strandkvía eða sjóeldis. Árni Jónasson benti á að útveg- un fjármagns væri veikasta hliðin við stofnun eldisstöðva, og því er nauðsynlegt að gera traustar og sjóeldisseiði á 12 mánuðum frá kviðpokalosun. Tekist hefur að ná seiðum í 35 g stærð á 8 mánuðum í Kollafirði og við Straumsvík í 12—14° ferskvatni, og í Kanada hafa tilraunir gefið vöxt úr 35 g í rúm 200 g á 4 mánuðum við 10—14° og breytilegt seltustig. Nýverið er lokið að Húsatóftum byggingu 600 m3 eldishúss og verður þar stefnt að því að ná seltuþolnum seiðum í 200 g þyngd 12 mánuðum og 18 mánuðum eftir kviðpokatæmingu með stýringu seltu— og hitastigs. Þar er einnig gert ráð fvrir 60 m2 rannsókna- áreiðanlegar áætlanir um þær. Árni benti líka á að nota mætti vindorku til að dæla sjóoggæti það hugsanlega verið ódýrari orka en raforka. Jónas Jónsson þakkaði fyrir ágæt framsöguerindi. Hann spurði Árna Isaksson um gæði á laxi sem alinn er í sjó miðað við á villtum laxi og verð fyrir sjóalinn lax. Hann spurði Unnstein Stefánsson hvort fleiri vötn væru í sama flokki og Ólafsfjarðarvatn. Hann spurði einnig hvort unnt væri að kenna heimamönnum þær aðferðir, sem Teitur Arnlaugsson lýsti um vaxt- arskilyrði í veiðiám. Þar fléttaðist inn í gerð arðskráa. Hákon Jóhannsson vakti athygli á að 69 ár á íslandi mætti taka til ræktunar en seiðum hefði verið sleppt í 39 af þeim. Hann óskaði eftir meiri upplýsingum um möguleika á ræktun ánna. Magnús Ólafsson í Botni spurð- ist fyrir um, hver væri aðalástæðan fyrir því að mestu vanhöld væru á seiðum eftir að kviðpokastigi sleppti. Hann kvaðst hafa alið upp seiði á óhagstæðum stað, að því er talið hafði verið, en það hefði gengið vonum framar. Hann kvað það skoðun sína að það væri frekar næringarástand vatnsins en rými. Verður þar m.a. haldið áfram tilraunum á samvíxlandi áhrifum hita— og seltustigs á vöxt laxfiska, sem ættu að geta auöveldað mat á landkostum til strandkvíaeldis. Nauðsynleg seltu— og hitaskilyrði til vaxtar er hægt að skapa á býlum víða við strendur landsins, þar sem lágvarma er að finna, ýmist með forhitun eða beinni íblöndun laugarvatns við sjó, sem dælt er á land. kuldinn, sem yrði seiðunum að fjörtjóni. Friðrik Sigfússon, formaður Landssambands stangveiðifélaga, spurði hvort rétt væri að sleppa gönguseiðum úr flotkvíum við árósa, blönduðum sjó. Áður hefur verið talið að best væri að sleppa seiðum sem lengst frá sjó. Einnig spurði hann, hvort hagkvæmt væri að sleppa seiðum þar sem urriði eða annar ránfiskur væri fyrir hendi. Jón Gunnlaugsson frá Fiskeldi hf. spurði í framhaldi af erindi Unnsteins Stefánssonar, hvaða áhrif hið mikla súrefni í Ólafsfjarðarvatni hefði á fiskeldi þar. Hann upplýsti að með fóðrun með rækjuskel mætti fá lit á fiskinn. Einnig vissi hann til þeSs að verð á eldislaxi í Noregi væri betra en á villtum laxi frá íslandi. Stafaði það m. a. af því að unnt væri að mata markaðinn jafnt og þétt. Árni ísaksson svaraði fyrir- spurnum. Hann létí ljós að orkan í landinu væri frumskilyrði fyrir fiskeldi hér á landi og við þyrftum að fullnýta orkulindir á hverjum stað. Hann benti á að litlar og fisksnauðar ár hæfðu til hafbeitar en flestar stórar ár væru þegar með Frh. á bls. 64 56 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.