Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 28

Freyr - 15.01.1982, Side 28
Guðmundur Gunnarsson, verkfrœðingur og Pórður Kristjánsson, formaður Veiðifélags Norðurár, við athuganir til undirbúnings byggingar laxastiga í Glanna í Norðurár. (Ljósm. Einar Hannesson). Við silungsrannsóknir í Kötluvatni á Melrakkasléttu. (Ljósm. Jón Kristjánsson). sleppitjarna og sleppikvía og til viðhalds á þeim. Þetta verkefni var unnið í samvinnu við menn á til- raunastöðunum. Skrásetning veiðivatna í laxveiðilögunum er gert ráð fyrir að safna og skrásetja margskonar upplýsingar um veiðivötnin og veiðina í þeim. Hefur miklu efni af því tagi verið safnað og stöðugt bætist meira við. Er upplýsing- arnar að finna í skjalasafni Veiði- málastofnunar. Ókleift hefur reynst að vinna þetta umfangs- mikla verk í einum áfanga, þar sem til þess hefur skort starfskrafta og fjármuni. Einar Hannesson, full- trúi, hefur að undanförnu skrifað greinar með upplýsingum um ár og vötn, sem birst hafa í blöðum og tímaritum, byggðum að mestu á efni úr skjalasafni Veiðimála- stofnunarinnar. Skýrslusöfnun Skýrslum um veiði og fiskrækt hefur verið safnað. Best hefur gengið að fá skýrslur um laxveiðar. Skýrslum um stangarveiði er safn- að í svokallaðar veiðibækur, sem Veiðimálastofnunin gefur út og dreifir til umráðenda veiðiánna og fleiri aðila. Safnar hún síðan veiði- bókunum saman að afloknum veiðitíma hverju sinni og lætur tölvuvinna upp úr efni þeirra ítar- legt yfirlit um veiðina frá degi til dags, þunga fiskanna, kyn þeirra og fleira. Afrit af skýrslunum eru síðar send til umráðenda veiðinnar við árnar. Skýrslum urn laxveiði í net er einnig safnað á þar til gerð eyðublöð. Laxveiðiskýrslurnar má telja nokkuð áreiðanlegar. Um silungsveiðiskýrslur gegnir öðru máli. Hjá silungsveiðimönnum er mikil tregða á að senda inn skýrsl- ur eins og lög skylda menn til. Til- tölulega fáir silungsveiðimenn senda inn greinargóðar skýrslur, en heldur fer skýrslugjöfin batn- andi. Fiskræktarskýrslum er einnig ábótavant þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til að fá bót á þeim. Gerð og bygging fiskræktar- mannvirkja Mannvirki, sem gerð eru í fisk- ræktarskyni, eru fyrst og fremst fiskvegir og miðlunarstíflur. Til slíkra mannvirkja má raunar einnig telja fiskeldisstöðvar að svo miklu leyti, sem þær klekja út' og ala upp seiði til fiskræktar, þ. e. til að sleppa seiðum í veiðvötn með það fyrir augum að auka veiði. Töluverðan undirbúning þarf að hafa undir byggingu umræddra mannvirkja. Teikningar og áætl- anir um slík mannvirki þarf að leggja fyrir veiðimálastjóra til samþykktar. Verkfræðilegur ráðunautur um tasknileg mál er Guðmundur Gunnarsson, verk- fræðingur. Fylgist hann með gangi framkvæmda og gerir úttekt á þeim, þegar þeim er lokið. Á síðustu rúmum þremur ára- tugum hafa verið byggðir um 40 varanlegir fiskvegir hér á landi. Hinn fiskgengi hluti ánna hefur þannig lengst um sem næst 400 68 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.