Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1982, Page 31

Freyr - 15.01.1982, Page 31
Grímstunguheiði, Höfðavatn í Skagafirði, Mývatn, vötn á Skaft- ártunguafrétti, vötn á Land- mannaafrétti, vötn á Holtamanna- afrétti, Hvítárvatn, Úlfljótsvatn og Þingvallavatn. Heimastjórn. Veiðifélag er ábyrgur aðili veiði- eigenda á ákveðnu svæði, eins- konar heimastjórn þessara mála. Þar eru málin rædd sameiginlega og þó að skoðanir séu skiptar og málin viðkvæm, komast menn að niðurstöðu um ráðstöfun veiði og fiskrækt, en það eru verkefni veiðifélagsins, eins og kunnugt er. Skipuritið. Grein þessari fylgir skipurit er sýn- ir flesta grundvallar- og starfsþætti veiðifélags. Samþykkt og arðskrá félagsins eru kjölfestan. Að öðru leyti skýrir skipuritið sig sjálft. Þó má nefna nokkur atriði til viðbótar því sem þar stendur og eru mikil- væg í starfsemi veiðifélags. Petta eru veiðihús, kort af veiðisvæðinu, loftmynd af félagssvæðinu ásamt upplýsingum um landlengd hverrar jarðar og vegagerð, til að greiða fyrir för að veiðistöðum. Með hinni félagslegu stjórnun hefur margt áunnist til umbóta og viðhalds á veiði og verðmæti veið- innar vaxið. Krefst þetta mikils þegnskapar af veiðieigendum, sem verða allir að hverfa að einu ráði sem meirihlutinn ákveður. í um- ræðu um eign á veiðirétti og nýt- ingu virðist oft gæta ókunnugleika á þessu miklvæga fyrirkomulagi, sem tryggir m. a. almennari og opnari nýtingu veiði og þar með stangveiði fyrir þá fjölmörgu, sem veiðiskpa vilja stunda. Er vandséð að annað fyrirkomulag henti betur. Veiðifélag er einskonar atvinnu- tæki, sem stuðlar að blómlegri byggð í sveitum og leggur sitt af mörkum í þjóðarbúið bæði beint og óbeint. Starfið framundan hjá okkur sem störfum að þessum málum snýst um það að vera þeim fé- lögum, sem þegar eru starfandi, til aðstoðar og leiðbeiningar, eftir því sem aðstaða er til, og hvetja til og hjálpa við undirbúning að stofnun nýrra veiðifélaga. Áætlun sem við höfum gert á Veiðimálastofnun bendir til þess að það þurfi að stofna um 60 félög til viðbótar þeim tæplega 150 sem þegar eru komin, til þess að sæmilega sé full- nægt því ákvæði laga, er lögbindur veiðifélag við allar ár og vötn í landinu. Altalað á kaffistofunni Hér á eftir fara tvær vísur um laxveiðar. Hin fyrri er eftir prófessor Skúla Guðjónsson, sem lengst starfaði í Árósum: Hin er eftir Egil Jónasson á Húsavík: Tognar lína stælist stöng, strengir fínir titra. Hjólin hvína lotulöng laxar skína og glitra. Ég hcyrði veiðisögu og henni treysta má. Af harðneskju var barist og niikið tekið á. Ég skildi þá af öllu að skepnan var ei smá. Skúli setti í laxinn, en Heimir sagði frá. FREYR — 71

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.