Freyr

Volume

Freyr - 15.01.1982, Page 58

Freyr - 15.01.1982, Page 58
Porsteinn Porsteinsson á Skálpastöðum, formaður Lands- sambands veiðifélaga var í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar og einn af fundarstjórum hennar. (Ljósm. J.J.D.). Jón Kr. Sveinsson stofnandi og eigandi Larósstöðvarinnar á Snæfellsnesi. (Ljósm. J. J.D.). myndu notfæra sérslíka veiði, sem yrði þá stunduð samhliða stanga- veiöi en tryggði veiðimanninum silung í soðið þótt fiskurinn gefi sig lítið að maðki eða flugu. Vafalaust munu margir sjá annntarka á þessari aðferð við nýt- ingu veiðivatna. Það er t. d. rótgró- in andúð hjá mörgum stangveiði- mönnum til veiðineta, sent þeir halda að veiði einmitt þann fisk sent ætlaði að bíta á hjá þeim. Hugsa mætti sér, þar sem stanga- veiði og netaveiði væri stunduð samtímis í vatni, að netaveiði væri ætlaður sérstakur afmarkaður minnihluti vatnsins. Trúlega myndi þessi andúð á netum hverfa fljót- lega og stangveiðimenn skilja að hér væri um einn þátt fiskræktar að ræða. Góðir áheyrendur, þessu erindi rnínu er nánast lokið. Ég hefi drep- ið á fáeina þætti veiðintála. Rakið í grófum dráttum þróun annarsveg- ar laxveiði en hinsvegar veiði vatnasilungs. bessar tvær greinar veiðimálanna hafa þróast á mjög mismunandi hátt. Á laxveiðinni er nú tekið nteð skipulegum hætti af félagssamtök- um bænda. Með margvíslegum að- gerðum hefur veiðin verið aukin og jafnframt hefur verðmæti aflans eða réttara sagt hlunnindanna ver- ið aukin með nýtingu til sportveiði. Okkur mun öllum hafa verið Ijóst áður en við komum til þessarar ráðstefnu að við eigum margt ólært í fiskrækt og nýtingu laxveiðinnar. Eftir þessa ráðstefnu er okkur þetta enn Ijósara. Aðalatriðið er þó að okkur ntiðar fram á við. Að með hverju ári sent líður eykst þekking okkar á þessu sviði og við náum jafnframt betri tökurn á að nýta og auka þau hlunnindi sent laxveiðiárnar eru. Öðru máli gegnir með silungs- vötn okkar. Á síðustu áratugum hafa þau með fáum undantekning- unt verið vannýtt og gengið úr sér. Það er vissulega kominn tími til þess að átak verði gert til að bæta hér úr. Líklegast til árangurs á þessu sviði hygg ég vera að nýta þau fyrst og fremst til sportveiði en annar veiðiskapur í þeim verði nánast fiskræktaraðgerð. Til þess að þetta megi takast þarf að gera veiðiskap við vötnin að- gengilegri en nú er. Byggja þarf lítil veiðihús eða veiðikofa við vötnin og leigja veiðimönnum báta til veiðanna, þar þarf að gæta þess ör- yggis sent hægt er. Þá þarf að leggja bílfæra vegi að þeim vötnum sem ekki eru í vegasantbandi. Takist vel til er ég ekki í vafa um að silungsveiði á stöng á eftir að verða eftirsótt íþrótt og tóm- stundaviðfangsefni. Og dvöl við vötnin verður þá mörgum til hvíld- ar og unaðsauka. Jafnframt rnunu veiðiréttareigendur fá hæfilegt gjald fyrir þau verðmæti og þjón- ustu, er þeir láta af hendi. «<! J 98 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.