Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 4

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 4
Félagsleg hugsun bænda eflir með þeim bjartsýni Viðtal við Gunnar Sigurðsson, bónda á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði Gunnar Sigurðsson á Stóru- Ökrum hefur getið sér orð fyrir kraftmikinn og fram- sækinn búskap. Við, undirritaður og Jón Viðar Jónmundsson, ráðu- nautur, lögðum leið okkar til hans á liðnu sumri og fyrst var hann beð- inn um að segja á sér deili. Ég er fæddur hér á Stóru-Ökrum árið 1963, foreldrar mínir eru María Helgadóttir og Sigurður Bjömsson, sem búa hér enn. Kona mín er Svan- hildur Pálsdóttir, kennari, uppalin í Varmahlíð, hér handan við Vötnin og við eigum tvö böm, Sindra átta ára, og Hrafnhildi, tveggja ára. Ég átti stutt að fara í gmnnskóla sem var og er í félagsheimilinu Héðinsminni hér á torfunni, stein- snar frá heimili mínu. Þar eru kenndir sjö fyrstu bekkir grunn- skólans, en seinustu þrír bekkirnir eru kenndir í Varmahlíðarskóla. Eftir skyldunám fór ég í Reykholts- skóla í Borgarfirði og var þar í tvo vetur og lauk síðan stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki árið 1983, tók mér síðan hlé eitt ár frá námi en fór þá í Hóla- skóla 1984 og byrjaði á verknám- inu. Það tók ég á Hólum um sumar- ið og bóknámið veturinn eftir og varð búfræðingur vorið 1985. Mér líkaði námið rnjög vel og tel að það hafi nýst mér vel í búskapnum síð- ar, þó að ég væri alinn upp á sveita- bæ. Það er ákveðin fjarlægð sem verður við það að fara í skóla og það breytir mjög mikið og gefur manni ný sjónarhom. Mikið má hafa út úr skýrsluhaldinu Tekur þú þátt í skýrsluhaldi hjá Bl. Já ég er með í öllu skýrsluhaldi BÍ fyrir kýr, sauðfé og hross en kona mín á hryssu sem er með í ræktun. Bókhaldið, þ.e. Búbót, er ég hins vegar sjálfur ineð í minni eigin tölvu og hef ekki sent það til Hagþjónustunnar. Mörgum finnst þetta skýrsluhald fyrirhafnarsamt, ekki síst þegar far- ið er að tala um gæðastýringu, en reynsla mín er sú að þeir, sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera í þessari grein, hafa mikið út úr skýrsluhaldinu. Menn hafa þá grunn til að skoða upplýsingar, bera saman gripi, ár og fleira. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt. Ég er auk þess með forritið NPK fyrir jarðræktina og mér líkar allvel við það en það sem mætti þó vera betra við þessi forrit er hvernig þau halda utan um upplýsingar milli ára, einkum á það við um Fjárvís og NPK. I gamla áburðarbókhaldinu mínu var ein blaðsíða fyrir hverja túnspildu og þar var auðvelt að fylgjast með breytingum á milli ára. Ertu kominn meðforritið ÍSKÚ? Nei, ég hef dregið lappirnar með það, bæði finnst mér það dýrt og vinnufrekt, svo vil ég miklu heldur láta Eirík Loftsson ráðunaut fara yfir mjólkurskýrslurnar hjá mér en gera það sjálfur. Hvenœr tekur þú við búi? Þannig var, meðan foreldrar mínir bjuggu, að hér var símstöð og hún var aðalatvinna þeirra. Stöðin þjón- aði hreppnum, Akrahreppi. Bú- skapurinn hjá þeim var þannig frek- ar hliðargrein fram undir 1980. Þeg- ar símstöðin var lögð niður upp úr því urðu þau að fara að snúa sér meira að búskapnum. Ef ég man rétt var mjólkurkvótinn hér þá um 50-60 þúsund lítrar og hér var um 120 fjár. Hjónin Svanhildur Pálsdóttir og Gunnar Sigurðsson með börnum sínum, Sindra og Hrafnhildi. 4- FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.