Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 50

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 50
Af dönskum nautgriparæktartilraunum Asíðum þessa blaðs hefur verið gerð grein fyrir hinni nýju tilraunastöð sem danskir kúabændur eru að byggja við Foulum á Jótlandi. Eitt megin- markmið er að koma á sem nánustu sambandi tilraunastarfseminnar í nautgriparækt og hins almenna bónda. Þess vegna hóf stöðin út- gáfu á kynningarriti um tilrauna- starfsemina, sem er fjórblöðungur hverju sinni, með stuttum frásögn- um af nýjum tilraunaniðurstöðum eða tilraunum sem eru í gangi. Margt af því sem stöðin er að fást við á ef til vill ekki beint við hér á landi en annað eru aftur á móti tví- mælalaust hlutir sem full ástæða er fyrir okkur að skoða við okkar að- stæður. Hér á eftir verður sagt frá örfáum punktum úr fyrstu þrem tölublöðum þessa tilraunarits. Beit hjá uxum í kjötframleiðslu Eins og margir þekkja hafa Danir verið með fremur einhliða fram- leiðslu á ógeltum nautkálfum í nautakjötsframleiðslu sinni. Nú eru þeir með tilraunir með uxa á mis- munandi eldi. Hjá SDM (svart- skjöldóttum) uxum hafa þeir náð að meðaltali um 900 g vexti á dag yfir allan beitartímann sem þeir telja mjög góðan árangur. Orkujafnvægi hjá mjólkurkúm Sagt er frá mjög umfangsmikilli fimm ára tilraun með fóðrun mjólk- urkúa. Sífellt vandasamara er að fóðra hámjólka kýr í upphafi mjólkurskeiðs þar sem afkastageta þeirra eykst ár frá ári. í tilrauninni eru þeir með öll þrjú aðal mjólkur- kúakynin þar í landi og tvær rækt- unarlínur af hverju kyni. Auk þess er fóðrað með tveimur mismunandi eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands styrkleikahlutföllum fóðurs. Með orkuminni fóðruninni er markvisst miðað að því að kýrnar verði í veru- lega neikvæðu orkujafnvægi snemma á mjólkurskeiðinu. Megin- áhersla er lögð á að kanna hugsan- leg áhrif mismunandi orkujafnvæg- is á efnaskiptasjúkdóma, frjósemi og mótstöðuafl gegn smitsjúkdóm- um. Þessari fimm ára stórtilraun lýkur árið 2002. Áherslur á fleiri eiginleika í ræktunarstarfinu Sagt er frá fjölþjóðlegri ráðstefnu unt kynbætur nautgripa sem haldin var í Hollandi í lok síðasta árs. Víð- ast hvar um heim hefur ræktunar- starf í nautgriparækt mjög einhliða beinst eingöngu að afkastagetu og útliti kúnna. Undantekning þar hafa verið Norðurlöndin þar sem Norð- menn hafa gengið lang lengst. Það var niðurstaða þessa fundar að ræktunarstarf í öðrum löndum yrði á næstu árum að beinast í áttina að því sem verið hefur á Norðurlönd- unum síðustu ár með verulegar áherslur á þætti sem lúta að hreysti gripa, frjósemi, auðveldum burði og fleiri skyldum þáttum. Eggjaplokk (Ovum pick-up) Eggjaplokk er eitt af því nýjasta í fjölgunartækninni sem talsvert er farið að beita. Þetta byggir á því að safna ófrjóvguðum eggjum frá lif- andi kúm. Þau eru síðan þroskuð áfram á tilraunastofu og frjóvguð þar áður en þeim er komið fyrir í kúm. Möguleikarnir felast í að hægt er að ná feikilegum fjölda eggja á þennan hátt. Ræktunarmöguleik- arnir felast því í að fá mikinn fjölda atkvæma undan úrvalskúm með þessari aðferð og ekki virðist hún síður hugsuð fyrir úrvalsættaðar kvígur, því að þannig er hægt að eiga undan þeim stóran afkvæma- hóp um líkt leyti og þær sjálfar bera fyrsta kálfi. Á þennan hátt er einnig hægt að fá afkvæmi undan sömu kúnni og fjölda úrvalsnauta. Þessari tækni er þegar farið að beita í veru- legu umfangi af stóru ræktunarfyr- irtækjunum í Hollandi og hún er víða annars staðar til skoðunar. Kollóttir gripir Eins og flestir þekkja eru flest er- lend mjólkurkúakyn að meginhluta hyrnd. Áhugi á að rækta kollótta gripi fer hins vegar mjög vaxandi. Danir hafa nú náð að byggja upp DNA prófun á erfðavísunum sem þama skipta máli. Með því segja þeir að möguleikar til árangurs í þeirri ræktun geti aukist vemlega. Áhrif holdafars kúnna við burð á frjósemi í bráðbirgðaniðurstöðum sem þegar liggja fyrir í stóru tilrauninni með orkujafnvægi hjá mjólkurkúm, sem nefnd er hér að framan, hefur komið fram nokkuð sterkt samband á milli holdafars kúnna við burð og frjósemi. Þá er stuðst við holdstig- un mjólkurkúa, sem nokkuð er farið að nota erlendis og er byggð upp á skala frá 1 til 5. Laufey Bjamadóttir vann fyrir nokkrum árum aðalverk- efni við búvísindadeildina á Hvanneyri sem fjallaði um notkun á slíkri holdastigun hjá íslenskum mjólkurkúm. I tilrauninni hefur komið í ljós að holdgrannar kýr, sem stigast með 2 um burð, halda illa, fanghlutfall 50 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.