Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 50
Af dönskum
nautgriparæktartilraunum
Asíðum þessa blaðs hefur
verið gerð grein fyrir hinni
nýju tilraunastöð sem
danskir kúabændur eru að byggja
við Foulum á Jótlandi. Eitt megin-
markmið er að koma á sem nánustu
sambandi tilraunastarfseminnar í
nautgriparækt og hins almenna
bónda. Þess vegna hóf stöðin út-
gáfu á kynningarriti um tilrauna-
starfsemina, sem er fjórblöðungur
hverju sinni, með stuttum frásögn-
um af nýjum tilraunaniðurstöðum
eða tilraunum sem eru í gangi.
Margt af því sem stöðin er að fást
við á ef til vill ekki beint við hér á
landi en annað eru aftur á móti tví-
mælalaust hlutir sem full ástæða er
fyrir okkur að skoða við okkar að-
stæður. Hér á eftir verður sagt frá
örfáum punktum úr fyrstu þrem
tölublöðum þessa tilraunarits.
Beit hjá uxum
í kjötframleiðslu
Eins og margir þekkja hafa Danir
verið með fremur einhliða fram-
leiðslu á ógeltum nautkálfum í
nautakjötsframleiðslu sinni. Nú eru
þeir með tilraunir með uxa á mis-
munandi eldi. Hjá SDM (svart-
skjöldóttum) uxum hafa þeir náð að
meðaltali um 900 g vexti á dag yfir
allan beitartímann sem þeir telja
mjög góðan árangur.
Orkujafnvægi
hjá mjólkurkúm
Sagt er frá mjög umfangsmikilli
fimm ára tilraun með fóðrun mjólk-
urkúa. Sífellt vandasamara er að
fóðra hámjólka kýr í upphafi
mjólkurskeiðs þar sem afkastageta
þeirra eykst ár frá ári. í tilrauninni
eru þeir með öll þrjú aðal mjólkur-
kúakynin þar í landi og tvær rækt-
unarlínur af hverju kyni. Auk þess
er fóðrað með tveimur mismunandi
eftir
Jón Viðar Jónmundsson,
Bændasamtökum íslands
styrkleikahlutföllum fóðurs. Með
orkuminni fóðruninni er markvisst
miðað að því að kýrnar verði í veru-
lega neikvæðu orkujafnvægi
snemma á mjólkurskeiðinu. Megin-
áhersla er lögð á að kanna hugsan-
leg áhrif mismunandi orkujafnvæg-
is á efnaskiptasjúkdóma, frjósemi
og mótstöðuafl gegn smitsjúkdóm-
um. Þessari fimm ára stórtilraun
lýkur árið 2002.
Áherslur á fleiri
eiginleika í
ræktunarstarfinu
Sagt er frá fjölþjóðlegri ráðstefnu
unt kynbætur nautgripa sem haldin
var í Hollandi í lok síðasta árs. Víð-
ast hvar um heim hefur ræktunar-
starf í nautgriparækt mjög einhliða
beinst eingöngu að afkastagetu og
útliti kúnna. Undantekning þar hafa
verið Norðurlöndin þar sem Norð-
menn hafa gengið lang lengst. Það
var niðurstaða þessa fundar að
ræktunarstarf í öðrum löndum yrði
á næstu árum að beinast í áttina að
því sem verið hefur á Norðurlönd-
unum síðustu ár með verulegar
áherslur á þætti sem lúta að hreysti
gripa, frjósemi, auðveldum burði
og fleiri skyldum þáttum.
Eggjaplokk (Ovum pick-up)
Eggjaplokk er eitt af því nýjasta í
fjölgunartækninni sem talsvert er
farið að beita. Þetta byggir á því að
safna ófrjóvguðum eggjum frá lif-
andi kúm. Þau eru síðan þroskuð
áfram á tilraunastofu og frjóvguð
þar áður en þeim er komið fyrir í
kúm. Möguleikarnir felast í að hægt
er að ná feikilegum fjölda eggja á
þennan hátt. Ræktunarmöguleik-
arnir felast því í að fá mikinn fjölda
atkvæma undan úrvalskúm með
þessari aðferð og ekki virðist hún
síður hugsuð fyrir úrvalsættaðar
kvígur, því að þannig er hægt að
eiga undan þeim stóran afkvæma-
hóp um líkt leyti og þær sjálfar bera
fyrsta kálfi. Á þennan hátt er einnig
hægt að fá afkvæmi undan sömu
kúnni og fjölda úrvalsnauta. Þessari
tækni er þegar farið að beita í veru-
legu umfangi af stóru ræktunarfyr-
irtækjunum í Hollandi og hún er
víða annars staðar til skoðunar.
Kollóttir gripir
Eins og flestir þekkja eru flest er-
lend mjólkurkúakyn að meginhluta
hyrnd. Áhugi á að rækta kollótta
gripi fer hins vegar mjög vaxandi.
Danir hafa nú náð að byggja upp
DNA prófun á erfðavísunum sem
þama skipta máli. Með því segja
þeir að möguleikar til árangurs í
þeirri ræktun geti aukist vemlega.
Áhrif holdafars kúnna
við burð á frjósemi
í bráðbirgðaniðurstöðum sem
þegar liggja fyrir í stóru tilrauninni
með orkujafnvægi hjá mjólkurkúm,
sem nefnd er hér að framan, hefur
komið fram nokkuð sterkt samband
á milli holdafars kúnna við burð og
frjósemi. Þá er stuðst við holdstig-
un mjólkurkúa, sem nokkuð er farið
að nota erlendis og er byggð upp á
skala frá 1 til 5. Laufey Bjamadóttir
vann fyrir nokkrum árum aðalverk-
efni við búvísindadeildina á
Hvanneyri sem fjallaði um notkun
á slíkri holdastigun hjá íslenskum
mjólkurkúm.
I tilrauninni hefur komið í ljós að
holdgrannar kýr, sem stigast með 2
um burð, halda illa, fanghlutfall
50 - FREYR 11-12/2000