Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 42
Nýstárlegt kynbótamat
Hinn 14. mars sl. voru kynnt-
ar á rannsóknastöðinni á
Foulum í Danmörku loka-
niðurstöður rannsóknaverkefnis
sem á máli þarlendra nefnist
„Fysiologiske funktionspr0ver“,
sem nefndar hafa verið á íslensku
lífeðlisfræðilegar álagsrannsóknir.
Ekki verður gerð nákvæm grein
fyrir einstökum rannsóknarþáttum
hér, þar sem þeim hefur áður verið
gerð skil í grein sem birtist í ritinu
Nautgriparæktin árið 1991. Einnig
skýrði Jón Viðar Jónmundsson frá
frumniðurstöðum verkefnisins í
grein í sama riti sem birtist síðla árs
1997.
Til upprifjunar er þó rétt að segja
frá helstu þáttum verkefnisins.
Upphaf þess var markað árið 1985
og því lauk árið 1995. Helsta
markmið þess var að kanna mögu-
leika á því að nota margs konar
mælingar á hormónaframleiðslu og
öðrum efnaskiptaþáttum hjá kálfum
til að spá fyrir um getu þeirra til
mjólkurframleiðslu síðar á ævi-
skeiðinu. M.ö.o. átti að reyna að
spá fyrir um kynbótagildi gripanna,
m.t.t. afurðasemi, mun fyrr á ævi-
skeiði þeirra en unnt er með hefð-
bundnum aðferðum (afkvæmapróf-
unum).
Frumniðurstöður verkefnisins
(sem lágu fyrir árið 1996) bentu til
þess að með því að nota áðurnefnda
þætti mætti segja fyrir um kynbóta-
gildi gripanna af svipuðu öryggi og
fæst með því að nota upplýsingar
um afurðir á einu mjaltaskeiði. Á
grunni þessa var ákveðið að nota
mætti prófanirnar til að velja úr
getuminni gripi á unga aldri. Þó
var ákveðið að staðfesta niðurstöð-
ur verkefnisins með frekari rann-
sóknum og voru það niðurstöður
þeirra rannsókna sem kynntar voru
á fundinum 14. mars.
Gerðar hafa verið lífeðlisfræði-
legar álagsprófanir á 370 kvígum
og 452 nautum, upplýsingar um af-
eftir
Baldur H.
Benjamínsson,
búfræði-
kandidat
urðir liggja fyrir frá 317 kúm og
142 dætrahópum. Lokaniðurstöður
verkefnisins eru að tölur um arf-
gengi eru þær sömu og árið 1996,
erfðasamhengi milli efnaskiptaþátt-
anna og afkastagetu er þó heldur
lægra en áður og gildir það jafnt
fyrir nautin og kýmar.
I 1. töflu má sjá öryggi á lífeðlis-
fræðilegum kynbótaeinkunnum
(l.k.) fyrir próteinmagn, ritað sem
r,A og r2,A. Síðarnefnda talan er inn-
an sviga og samsvarar þeim örygg-
isstuðli sem venjulega er notaður
fyrir kynbótaeinkunnir.
Eins og sjá má eru öryggisstuðl-
arnir heldur lægri nú en fyrir fjór-
um árum, t.d. er öryggi á kynbóta-
einkunn nauts, sem byggð er á
tveimur mælingum 14%. M.t.t.
próteinmagns getur úrval sem er að
hálfu eftir l.k., gefið erfðaframför
upp á 3,4 kg m.v. eina mælingu og
4,4 kg próteins m.v. tvær mæling-
ar/naut. Með því að velja úr lök-
ustu 20% nautanna, á grunni l.k.,
verður meðaltal þeirra 80% sem
eftir standa, 1,5 og 1,9 kg af pró-
teini hærra en áður, miðað við eina
og tvær mælingar pr. grip. Eins og
áður segir, öryggið á einkunnunum
eins og þær eru reiknaðar í ár, lægra
en það var árið 1996, þó að byggt
sé á stærra gagnasafni. Svörunin
við úrvali er u.þ.b. 2/3 af því sem
þá var búist við.
Lítið erfðasamband er milli l.k.
og annarra eiginleika. Ekkert sam-
band finnst milli l.k. og einkunna
fyrir júgurhreysti og veikt neikvætt
samband er milli l.k. og frjósemi.
Eins og áður segir er stærsti kost-
urinn við l.k. sá, að þær veita upp-
lýsingar um afurðagetu gripanna
mun fyrr en við eigum að venjast. I
stað þess að þurfa að bíða eftir að
kvígur ljúki sínu fyrsta mjalta-
skeiði, við rúml. 3 ára aldur, og að
dætrahópar nauta ljúki sínu fyrsta
mjaltaskeiði, þ.e. þegar nautin eru
ca. 5-6 ára gömul, þá geta upplýs-
ingarnar legið fyrir er gripimir eru
u.þ.b. ársgamlir. Þetta getur t.d.
leitt til meira öryggis við að velja
kvígur sem nautsmæður og gefur
möguleika á að velja úr lökustu
nautin (sjá aftar). Ókostur við l.k.
er m.a. sá að þær krefjast mjög
staðlaðra uppeldisaðstæðna fyrir
gripi sem gera á mælingar á, um ca.
4-5 mánaða tíma.
L.k. nauta er nú þegar hægt að
nota til að velja úr lökustu 10-20%
nautanna. Niðurstöður rannsókn-
anna sýna að þessi hópur saman-
stendur af nautum, sem eru víðs
fjarri því að geta nokkurn tímann
orðið kynbótanaut. Einnig getur sá
hluti sem valinn er frá stækkað eftir
því sem tímar líða og meiri reynsla
hlýst af notkun þessara aðferða.
Helsta áhættan sem fólgin er í
notkun l.k. er tvíþætt. I fyrsta lagi er
ekki ljóst hvort og þá hversu niikil
áhætta er í því fólgin að stunda úrval
á grundvelli þátta er lúta að horm-
óna- og efnaskiptum. Það er mat
l.tafla. Öryggi á kynbótaeinkunnum
1996 2000 2000
Bæði kyn Naut Kvígur
1 mæling / dýr 0,42 (0,18) 0,30 (0,09) 0,32 (0,10)
2 mælingar / dýr 0,53 (0,28) 0,37 (0,14) 0,39 (0,15)
42 - FREYR 11-12/2000